Sport

Helgi Sveinsson fékk gull í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Helgi Sveinsson með gullið sitt.
Helgi Sveinsson með gullið sitt. mynd/einar vilhjálmsson
Helgi Sveinsson spjótkastari úr Ármanni, vann í gær til gullverðlauna á móti í París í Frakklandi sem er hluti af Grand Prix-mótaröð Alþjóðasambands fatlaðra.

Helgi kastaði lengst 56,06 metra en það var stigahæsta kastið af öllum sem kepptu. Helgi keppir í flokki F42 (aflimaðra) en árangur Helga á mótinu var næst stigahæsta afrek alls mótsins.

Næst á dagskrá hjá heimsmethafanum Helga er Grand Prix-mótaröð IPC í Berlín í Þýskalandi en það verður jafnframt síðasta alþjóðlega mótið hans fyrir heimsmeistaramótið í London í júlímánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×