Erlent

Norskum sveitarfélögum fækkar um 74

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AFP
Fjöldi sveitarfélaga í Noregi mun fækka um 74 gangi hugmyndir sveitarstjórnarnefnd norska þingsins eftir. Verði tillagan samþykkt á þingi mun sveitarfélögum fækka úr 428 í 354.

Kristilegi þjóðarflokkurinn, annar stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar, hefur lagst gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar um sameiningu sveitarfélaga, en stjórnarandstöðuflokkurinn Venstre styður tillöguna sem tryggir meirihluta á þingi.

Kosið verður um breytingarnar í næstu viku, en gangi þær eftir verða um mestu breytingar þegar kemur að fjölda sveitarfélaga í Noregi að ræða frá sjötta áratug síðustu aldar. Á vef Dagbladet má sjá hvaða sveitarfélög verða sameinuð.

Til verða 47 ný sveitarfélög og í tólf tilvika hafa þau sveitarfélög sem um ræðir lagst gegn hugmyndunum. Alls standa átján sveitarfélög því frammi fyrir sameiningu sem þau hafa ekki óskað eftir.

Áður hafði verið greint frá því að til standi að koma á ellefu nýjum héruðum (n. regioner) í landinu í stað fylkjanna nítján sem nú eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×