Mata hefur m.a. kíkt í Nautshólvík og heimsótti Akureyri.
Í dag birti hann svo mynd á Twitter frá Víti við Kröflu.
„Útsýnið var ekki slæmt þarna uppi,“ skrifaði Mata við myndina.
Spánverjinn hefur verið í herbúðum United frá því í ársbyrjun 2014. Mata skoraði 10 mörk í 42 leikjum á nýafstöðnu tímabili þar sem United vann enska deildabikarinn og Evrópudeildina.
I didn't have a bad view from up there.pic.twitter.com/sZnwOMhKaO
— Juan Mata García (@juanmata8) June 1, 2017