„Fjórflokkurinn er endanlega dauður“ Anton Egilsson skrifar 21. október 2017 14:58 Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira