Innlent

Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

sunna karen sigurþórsdótitr skrifar
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn, sem rennur út í dag, var til tveggja vikna.
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn, sem rennur út í dag, var til tveggja vikna. VÍSIR/Anton Brink
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana fyrir rúmum hálfum mánuði. Grímur Grímsson,  sem stýrir rannsókninni á máli Birnu, segir að sú ákvörðun muni væntanlega liggja fyrir í hádeginu í dag.

Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en það mun að óbreyttu renna út klukkan 16 í dag. Annar þeirra var yfirheyrður í gær en Grímur segist aðspurður ekki eiga von á því að þeir verði yfirheyrðir í dag, nema þegar eða ef þeir verða leiddir fyrir dómara.

Engin játning liggur fyrir en heildarmyndin er þó alltaf að skýrast, að sögn Gríms. Hugsanlegt er að niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru til útlanda til greiningar, komi eftir helgi.

Birna Brjánsdóttir verður borin til grafar frá Hallgrímskirkju klukkan 15 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×