Það er gert á einhvern hávísindalegan hátt með því að slá inn tölfræði liðanna og láta svo liðin spila.
Samkvæmt spánni í ár mun New England Patriots verða meistari eftir dramatískan leik gegn Atlanta Falcons. Tom Brady mun þá kasta snertimarkssendingu á Julian Edelman er nokkrar sekúndur eru eftir af leiknum. Það sem meira er þá er kerfið á fjórðu tilraun. Leikurinn undir en New England vinnur 27-24.
Tölvuleikurinn hefur haft rétt fyrir sér um sigurvegara í níu af þrettán skiptum. Er New England varð meistari fyrir tveim árum síðan var tölvuleikurinn meira að segja með hárréttar lokatölur.
Hér að neðan má sjá lokasóknina í tölvuleiknum en við sjáum svo hvernig fer á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.