Segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs og öryggisbelti í öllum sætum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. desember 2017 18:30 Þrír eru enn í lífshættu eftir rútuslysið í Eldhrauni í gær en það er það umfangsmesta sem hefur orðið á Suðurlandi á þessari öld. Svæðisstjóri hópferðafyrirtækisins sem á rútuna segir hana hafa verið vel búna til vetraraksturs og uppfyllt öll öryggisskilyrði. Þjóðvegurinn um Eldhraun skammt vestan Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur á níunda tímanum í gærkvöldi þegar búið var að ná rútunni sem valt með um 50 kínverskar ferðamenn í gærmorgun, upp á veg aftur og rannsókn var lokið á vettvangi. Fjörutíu og fjórir farþegar auk bílstjóra og leiðsögumanns voru í rútunni og hefur fréttastofan upplýsingar um að minnsta kosti sex farþeganna hafi kastast út þegar rútan valt og tveir þeirra hafi lent undir henni. Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin á vettvangi en 12 voru fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Fimm þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð að halda. Í dag eru þrír enn á gjörgæslu, sjö liggja á bráðalegudeild og tveir voru útskrifaðir af spítalanum í gær. Hinir þrjátíu og sex sem voru minna eða ekkert slasaðir voru fluttir fyrst á fjöldahjálparstöð á Klaustri og svo á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Um 300 manns komu að björgunaraðgerðum í gær á einn eða annan hátt og þá eru ekki taldir með þeir almennu borgarar sem hlúðu að hinum slösuðu meðan keðja viðbragðsaðila kom á vettvang sem var nær óslitin frá Hveragerði. Svæðisstjóri Hópferðabíla Akureyrar sem á rútuna segir það hafa verið mikið áfall þegar upplýsingar um slysið fóru að berast. „Við fengum mjög óljósar fréttir af þessu í fyrstu og töldum bara að um árekstur væri að ræða en fréttum síðar bíllinn væri á hliðinni og þá fór okkar starf bara algjörlega í þetta,“ segir Vignir Þór Siggeirsson, svæðisstjóri hjá Hópferðabílum Akureyrar. Vignir segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs en hún var í dagsferð með ferðamennina um Suðurland. „Hún var með neglda hljóðbarða, nýlegir og belti í öllum sætum,“ segir Vignir. Í kjölfar slyssins í gær hafa spottið upp umræður á samfélagsmiðlum um sætisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum. Vignir segir bílstjóra fyrirtækisins fylgja því eftir að farþegar spenni beltin áður en haldið er af stað. „Eftir að bílstjóri er farinn á ferð, þá hefur hann enga möguleika á að vita hvort fólk sé að losa sig úr beltum eða svoleiðis. Þannig að við brýnum þetta mjög fyrir erlendum hópstjórum að allir séu í beltum,“ segir Vignir.Vitið þið hversu margir voru án belta í gær?„Nei, það er ómöguleg að segja,“ segir Vignir. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn beinist meðal annars að ökuhraða rútunnar áður en hún valt en áður ók hún aftan á fólksbíl í sömu akstursstefnu, sem hugðist beygja til hægri út af veginum. Vignir segir bílstjórann í gær ekki hafa verið undir neinni tímapressu. Slysið í gær er það umfangsmesta á Suðurlandi á þessari öld. Forsvarsmenn Hópferðabíla Akureyrar vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila og til annara hópferðabílstjóra sem unnu að björgunarstarfi í gær og segja hug sinn hjá fjölskyldu konunnar sem lést og hjá bílstjóranum og fjölskyldu hans. Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þrír eru enn í lífshættu eftir rútuslysið í Eldhrauni í gær en það er það umfangsmesta sem hefur orðið á Suðurlandi á þessari öld. Svæðisstjóri hópferðafyrirtækisins sem á rútuna segir hana hafa verið vel búna til vetraraksturs og uppfyllt öll öryggisskilyrði. Þjóðvegurinn um Eldhraun skammt vestan Kirkjubæjarklausturs var opnaður aftur á níunda tímanum í gærkvöldi þegar búið var að ná rútunni sem valt með um 50 kínverskar ferðamenn í gærmorgun, upp á veg aftur og rannsókn var lokið á vettvangi. Fjörutíu og fjórir farþegar auk bílstjóra og leiðsögumanns voru í rútunni og hefur fréttastofan upplýsingar um að minnsta kosti sex farþeganna hafi kastast út þegar rútan valt og tveir þeirra hafi lent undir henni. Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin á vettvangi en 12 voru fluttir með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Fimm þeirra þurftu á gjörgæslumeðferð að halda. Í dag eru þrír enn á gjörgæslu, sjö liggja á bráðalegudeild og tveir voru útskrifaðir af spítalanum í gær. Hinir þrjátíu og sex sem voru minna eða ekkert slasaðir voru fluttir fyrst á fjöldahjálparstöð á Klaustri og svo á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Um 300 manns komu að björgunaraðgerðum í gær á einn eða annan hátt og þá eru ekki taldir með þeir almennu borgarar sem hlúðu að hinum slösuðu meðan keðja viðbragðsaðila kom á vettvang sem var nær óslitin frá Hveragerði. Svæðisstjóri Hópferðabíla Akureyrar sem á rútuna segir það hafa verið mikið áfall þegar upplýsingar um slysið fóru að berast. „Við fengum mjög óljósar fréttir af þessu í fyrstu og töldum bara að um árekstur væri að ræða en fréttum síðar bíllinn væri á hliðinni og þá fór okkar starf bara algjörlega í þetta,“ segir Vignir Þór Siggeirsson, svæðisstjóri hjá Hópferðabílum Akureyrar. Vignir segir rútuna hafa verið vel búna til vetraraksturs en hún var í dagsferð með ferðamennina um Suðurland. „Hún var með neglda hljóðbarða, nýlegir og belti í öllum sætum,“ segir Vignir. Í kjölfar slyssins í gær hafa spottið upp umræður á samfélagsmiðlum um sætisbeltanotkun farþega í hópferðabifreiðum. Vignir segir bílstjóra fyrirtækisins fylgja því eftir að farþegar spenni beltin áður en haldið er af stað. „Eftir að bílstjóri er farinn á ferð, þá hefur hann enga möguleika á að vita hvort fólk sé að losa sig úr beltum eða svoleiðis. Þannig að við brýnum þetta mjög fyrir erlendum hópstjórum að allir séu í beltum,“ segir Vignir.Vitið þið hversu margir voru án belta í gær?„Nei, það er ómöguleg að segja,“ segir Vignir. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn beinist meðal annars að ökuhraða rútunnar áður en hún valt en áður ók hún aftan á fólksbíl í sömu akstursstefnu, sem hugðist beygja til hægri út af veginum. Vignir segir bílstjórann í gær ekki hafa verið undir neinni tímapressu. Slysið í gær er það umfangsmesta á Suðurlandi á þessari öld. Forsvarsmenn Hópferðabíla Akureyrar vilja koma á framfæri þökkum til allra viðbragðsaðila og til annara hópferðabílstjóra sem unnu að björgunarstarfi í gær og segja hug sinn hjá fjölskyldu konunnar sem lést og hjá bílstjóranum og fjölskyldu hans.
Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39