Sjálfbærni í ferðaþjónustunni er möguleg og nauðsynleg Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2017 19:00 Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Fleiri fréttir Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Sjá meira
Aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir vel hægt að ná sjálfbærni í ferðaþjónustunni og það sé eina leiðin áfram að ferðaþjónustan setji sér slíkt markmið. Ferðabyltingin væri ein af þremur megin umbreytingum þessarar aldar sem auki skilning þjóða á milli. Sjálfbærni í alþjóðlegri ferðaþjónustu var til umræðu á Ferðamálaþingi Ferðamálastofu í Hörpu í dag. Dr. Taleb Rifai aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði að í fyrra hefði 1,1 milljarður manna ferðast yfir landamæri í heiminum og áætlað væri að 1,8 milljarður gerði það árið 2030. Þennan mikla fjölda þarf að flytja mislangar leiðir með flugvélum, skipum, lestum og bílum og gæta að áhrifum þessa fjölda á þau lönd og svæði sem ferðamennirnir heimsæktu. Engu að síður væri hægt að koma á sjálfbærni í ferðaþjónustunni. Öll lönd þyrftu að huga að þeim fjölda sem tekið væri á móti og væru flest að gera það. „Ísland er að hefja nýtt tímabil í ferðaþjónustunni. Lausnin er stjórnun. Vönduð, upplýst og sjálfbær stjórnun. Slík stjórn snýst ekki um að vera hræddur við vöxt eða tölur. Þvert á móti. Það ber að fagna fjölgun og nota þá orku sem henni fylgir til að styrkja betur og fjármagna möguleika okkar til að stýra fjöldanum betur,“ segir Dr. Rifai. Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði við HÍ tekur undir þetta. Stýra verði álagi og flæði í ferðamennskunni. „Hingað til hefur vöxturinn verið mjög hraður. Allt of hraður að mínu áliti. Það hefur vantað jafnvægið. Við þurfum að skipta um gír. Við þurfum að leggja áherslu á gæði umfram magn,“ segir Rannveig. Skoða þurfi heildarmyndina og þar með umhverfiskostnaðinn sem hljótist af ferðamennskunni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála spurði í sínu erindi hvort hvort ferðaþjónustan hefði gleypt Ísland og taldi svo ekki vera. Hún tók undir með ferðamaálaráðherra sem í erindi sínu sagði að ýmislegt hefði verið gert til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar að undanförnu. Guðrún Þóra sagði að ferðaþjónusta væri ekki bara viðskipti heldur einnig menningarstraumur. „Við verðum að taka ákvarðanir. Við þurfum að vera við stjórnvölinn. Það erum við sem stýrum því hvers konar ferðaþjónustu við viljum hafa. En ekki eltast við eða vera gleypt af einhverju afli sem við teljum okkur ekki hafa stjórn á. Því ferðaþjónusta er mannanna verk og við getum stýrt hvernig hún byggist upp,“ sagði Guðrún Þóra. Á Ferðamálaþinginu voru alþjóðlegur siðareglur Sameinuðu þjóðanna fyrir ferðaþjónustuna undirritaðar af þeim Helgu Árnadóttur fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fyrir hönd Íslenska ferðaklasans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Fleiri fréttir Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Sjá meira