Innlent

Umferðin á hraða snigilsins úr miðbænum

Birgir Olgeirsson skrifar
Umferðin gekk afar hægt í austurátt á Hringbrautinni um klukkan 17.
Umferðin gekk afar hægt í austurátt á Hringbrautinni um klukkan 17. Vísir/KTD
Framkvæmdir á syðri hluta Miklubrautar við Klambratún og lokun götunnar af þeim sökum veldur því að fjölmargir sitja fastir í umferð á leiðinni úr Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur þessa stundina. Framkvæmdir hófust klukkan 9 í morgun og var áætlað að þær stæðu fram eftir degi.

Allri umferð um Miklubraut er beint upp á Bústaðarveg. Myndin hér að ofan er tekin við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs um klukkan 17.

Þar hreyfðist umferðin afar lítið og ljóst að leiðin heim úr vinnunni þennan daginn mun taka töluvert lengri tíma en allajafna.

Ómar Smári Ármannsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að vegfarendur hefðu verið látnir vita af þessum framkvæmdum. Tafirnar séu á pari við það sem gerist jafnan þegar slíkar framkvæmdir standi yfir.

Búist er við að þeir sem að framkvæmdunum standa ljúki störfum um sex leytið.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×