Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 14:36 Íbúar í San Juan og víða hafa þurft að bíða í röð í margar klukkustundir eftir að fá eldsneyti. Vísir/EPA Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18