RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2017 12:40 Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus líti svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana hans. Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00