RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2017 12:40 Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus líti svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana hans. Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00