Erlent

Þrír látnir í ebólufaraldri í Lýðveldinu Kongó

Atli Ísleifsson skrifar
Faraldurinn sem gekk yfir ríki Vestur-Afríku var sá versti í sögunni.
Faraldurinn sem gekk yfir ríki Vestur-Afríku var sá versti í sögunni. Vísir/AFP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lýst yfir að ebólufaraldur gangi nú yfir norðausturhluta Lýðveldisins Kongó. Þrír hafa látist af völdum veirunnar á síðustu dögum.

Rúmlega ellefu þúsund manns létust af völdum ebólufaraldurs sem geisaði í Vestur-Afríku árið 2014 og 2015.

Faraldurinn var að mestu verið bundinn við Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og hófst í desember 2013 með andláti tveggja ára barns í Gíneu.

Faraldurinn sem gekk yfir ríki Vestur-Afríku var sá versti í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×