ISIS-liðar reknir frá mikilvægum bæ Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 21:38 Meðlimur SDF tekur niður fána ISIS í Tabqa í síðasta mánuði. Vísir/AFP Syrian Democratic Forces, bandalag sýrlenskra Kúrda og araba, hefur náð fullum tökum á bænum Tabqa. Hann er skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi, og opnar á nýja sóknarleið að borginni. Raqqa er nú að miklu leyti umkringd. Bandaríkin ákváðu í gær að senda SDF vopn opinberlega, þvert á vilja Tyrkja sem segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hefur háð borgarastyrjöld í áratugi. Bandaríkin telja SDF og þá sérstaklega sýrlenska Kúrda (YPG) vera sína bestu bandamenn gegn Íslamska ríkinu. Bardagar í Tabqa hafa staðið yfir í nokkrar vikur, en SDF hefur nú náð fullum tökum á honum samkvæmt frétt BBC. Undirbúningur samtakanna að árásinni að Raqqa hefur staðið yfir í nokkra mánuði.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að það væru mistök að senda SDF vopn og kallaði eftir því að sú ákvörðun yrði dregin til baka. Hann sagðist ætla að ræða málið persónulega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þann 16. maí og á fundi NATO í Brussel þann 25. maí. „Við viljum trúa því að bandamenn okkar vilji vera við hlið okkar í stað þess að standa með hryðjuverkahópum.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Gagnrýna Tyrki fyrir árásir á Kúrda „Þeir hafa fært miklar fórnir í baráttunni gegn ISIS.“ 26. apríl 2017 18:10 Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Syrian Democratic Forces, bandalag sýrlenskra Kúrda og araba, hefur náð fullum tökum á bænum Tabqa. Hann er skammt frá Raqqa, höfuðvígi ISIS í Sýrlandi, og opnar á nýja sóknarleið að borginni. Raqqa er nú að miklu leyti umkringd. Bandaríkin ákváðu í gær að senda SDF vopn opinberlega, þvert á vilja Tyrkja sem segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hefur háð borgarastyrjöld í áratugi. Bandaríkin telja SDF og þá sérstaklega sýrlenska Kúrda (YPG) vera sína bestu bandamenn gegn Íslamska ríkinu. Bardagar í Tabqa hafa staðið yfir í nokkrar vikur, en SDF hefur nú náð fullum tökum á honum samkvæmt frétt BBC. Undirbúningur samtakanna að árásinni að Raqqa hefur staðið yfir í nokkra mánuði.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að það væru mistök að senda SDF vopn og kallaði eftir því að sú ákvörðun yrði dregin til baka. Hann sagðist ætla að ræða málið persónulega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þann 16. maí og á fundi NATO í Brussel þann 25. maí. „Við viljum trúa því að bandamenn okkar vilji vera við hlið okkar í stað þess að standa með hryðjuverkahópum.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Gagnrýna Tyrki fyrir árásir á Kúrda „Þeir hafa fært miklar fórnir í baráttunni gegn ISIS.“ 26. apríl 2017 18:10 Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Gagnrýna Tyrki fyrir árásir á Kúrda „Þeir hafa fært miklar fórnir í baráttunni gegn ISIS.“ 26. apríl 2017 18:10
Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46
Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57