Ítalska sjö ára reglan að ganga upp einu sinni enn í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 14:30 Jose Mourinho stýrði Inter til sigurs í Meistaradeildinni 2010. Vísir/Getty Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Juventus er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út franska spútnikliðið Mónakó út úr undanúrslitunum í gær. Juventus mætir annaðhvort Real Madrid eða Atletico Madrid í úrslitaleiknum sem fer fram í Cardiff 3. júní næstkomandi. Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo var fljótur að benda á það eftir úrslitin í gær að nú væri útlit fyrir það að ítalska sjö ára reglan væri að ganga upp einu sinni enn.CAMPEONES COPA DE EUROPA: 1989 ITALIA (Milan) +7 1996 ITALIA (Juve) +7 2003 ITALIA (Milan) +7 2010 ITALIA (Inter) +7 2017 ¿ITALIA (Juve)? — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) May 9, 2017 Frá og með árinu 1989 hefur ítalska lið nefnilega fagna sigri í Meistaradeildinni á sjö ára fresti en ítölsku liðin hafa reyndar bætt við nokkrum Meistaradeildartitlum líka í bónus. AC Milan tryggði sér sigur í Evrópukeppni meistaraliða 1989 eftir sannfærandi 4–0 sigur á Steaua Búkarest í úrslitaleik á Nývangi í Barcelona. Hollendingarnir Ruud Gullit og Marco van Basten skoruðu báðir tvö mörk fyrir AC Milan. Sjö árum síðar var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikvanginum í Róm og þá vann Juventus sigur á Ajax í vítakeppni. Leikmenn Juve nýttu öll fjögur vítin sín en leikmenn Ajax aðeins tvö. Árið 2003 fór úrslitaleikurinn fram á Old Trafford í Manchester og það var ljóst fyrir leikinn að ítalskt lið myndi vinna. AC Milan vann á endanum 3-2 í vítakeppni eftir að leikmenn Juve klikkuðu á þremur vítaspyrnum. Fyrir sjö árum, eða árið 2010, vann Internazionale síðan 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleiknum sem fór fram á Santiago Bernabéu leikvanginum í Madrid. Nú árið 2017 ætti því að vera komið aftur að ítölsku liði. Juventus mætir að öllum líkindum liði Real Madrid í úrslitaleiknum en Real-menn unnu í fyrra og eiga ekki bara möguleika á að vinna tvö ár í röð heldur í þriðja sinn á fjórum árum. Auk þess að vinna á sjö ára fresti (1989, 1996, 2003 og 2010) þá unnu ítölsk lið einnig Meistaradeildina 1990 (AC Milan), 1994 (AC Milan) og 2007 (AC Milan).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00 Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30 Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Hélt marki sínu hreinu í tíu klukkutíma | „Trúið á draumana ykkar“ Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fær nú þriðja tækifærið til að vinna Meistaradeildina en hann og félagar hans tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi. 10. maí 2017 09:00
Allt gengið á afturfótunum í þjálfaramálunum síðan að Mourinho stakk af Ítalska knattspyrnufélagið Internazionale frá Mílanó rak í gær þjálfara sinn Stefano Pioli eftir aðeins sex mánuði í starfi. Hann er annar þjálfarinn sem þarf að taka pokann sinn á tímabilinu. 10. maí 2017 07:30
Juventus í úrslitaleikinn í níunda sinn Juventus vann 4-1 samanlagðan sigur á Monaco og leikur til úrslita í Meistaradeildinni. 9. maí 2017 20:45