Erlent

Finnar draga úr drykkjunni

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Finnar drekka minna áfengi en áður.
Finnar drekka minna áfengi en áður. vísir/gva
Finnar drekka nú minna áfengi en áður. Ölvunardrykkja Finna hefur einnig minnkað samkvæmt könnun finnsku lýðheilsustofnunarinnar. Könnunin hefur verið gerð með átta ára millibili frá 1932. Niðurstaða könnunarinnar sem gerð var í fyrra er sú fyrsta sem sýnir minni áfengisdrykkju.

Samkvæmt könnuninni fara 19 prósent finnskra karla á fyllerí að minnsta kosti einu sinni í mánuði, en sex prósent kvenna.

Ölvunardrykkja karla hefur minnkað um átta prósentustig frá 2008 en ölvunardrykkja kvenna um þrjú prósentustig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×