Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:07 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Frakklands í París í dag. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00
Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27
Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16