Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Andri Ólafsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Karen E. Halldórsdóttir. vísir/anton brink „Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
„Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira