Síðasti landsleikurinn með Albaníu gegn Íslandi en er fyrirliði Kósóvó í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 11:30 Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í gær. Vísir/Getty Markvörðurinn og fyrirliðinn Samir Ujkani er í hópi þeirra leikmanna Kósóvó sem eiga leiki að baki með A-landsliði nágrannaríkisins Albaníu. Ujkani verður í marki Kósóvó sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld. Ujkani á 20 landsleiki að baki með Albaníu en síðasti leikur hans með því liði var einmitt gegn Íslandi þann 12. október 2012, er Ísland vann góðan 2-1 sigur í Tirana með glæsilegu marki Gylfa Þórs Sigurðssonar beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Ujkani er fæddur í Kósóvó og þegar knattspyrnusamband landsins var viðurkennt af FIFA og heimilt að spila vináttulandsleiki var ríkisborgurum Kósóvó heimilt að sækja um að spila með landsliðinu, þó svo að þeir ættu leiki að baki með öðrum landsliðum. Ujkani er ekki sá eini sem leiki að baki með landsliði Albaníu en sóknarmaðurinn Besart Berisha, sem gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Kósóvó í kvöld, spilaði einnig með albanska landsliðinu á árum áður. Alls eiga átta leikmenn í landsliðshópi Kósóvó A-landsleik að baki með öðrum þjóðum víða um Evrópu. „Ég man vel eftir báðum leikjunum gegn Íslandi,“ sagði Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í Shkoder í gær. „Við höfum skoðað íslenska liðið vel og vitum hvað býr í því. Þetta eru sérstaklega öflugir skotmenn og við þurfum að varast langskotin þeirra.“ Ujkani er 28 ára sem spilaði með yngri liðum Anderlecht áður en hann fór til Palermo árið 2007. Síðan þá hefur hann spilað á Ítalíu og er nú á mála hjá Pisa í B-deildinni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Markvörðurinn og fyrirliðinn Samir Ujkani er í hópi þeirra leikmanna Kósóvó sem eiga leiki að baki með A-landsliði nágrannaríkisins Albaníu. Ujkani verður í marki Kósóvó sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld. Ujkani á 20 landsleiki að baki með Albaníu en síðasti leikur hans með því liði var einmitt gegn Íslandi þann 12. október 2012, er Ísland vann góðan 2-1 sigur í Tirana með glæsilegu marki Gylfa Þórs Sigurðssonar beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Ujkani er fæddur í Kósóvó og þegar knattspyrnusamband landsins var viðurkennt af FIFA og heimilt að spila vináttulandsleiki var ríkisborgurum Kósóvó heimilt að sækja um að spila með landsliðinu, þó svo að þeir ættu leiki að baki með öðrum landsliðum. Ujkani er ekki sá eini sem leiki að baki með landsliði Albaníu en sóknarmaðurinn Besart Berisha, sem gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Kósóvó í kvöld, spilaði einnig með albanska landsliðinu á árum áður. Alls eiga átta leikmenn í landsliðshópi Kósóvó A-landsleik að baki með öðrum þjóðum víða um Evrópu. „Ég man vel eftir báðum leikjunum gegn Íslandi,“ sagði Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í Shkoder í gær. „Við höfum skoðað íslenska liðið vel og vitum hvað býr í því. Þetta eru sérstaklega öflugir skotmenn og við þurfum að varast langskotin þeirra.“ Ujkani er 28 ára sem spilaði með yngri liðum Anderlecht áður en hann fór til Palermo árið 2007. Síðan þá hefur hann spilað á Ítalíu og er nú á mála hjá Pisa í B-deildinni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30
Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30
Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15
Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00
Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48