Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2017 22:37 Fjöldi fólks safnaðist saman í London í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/afp Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið. Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið.
Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10
Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05
Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20
Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00