Hvíta húsið hefur sagt að þessi atriði hefðu verið rædd á fundinum í gær, en ekkert samkomulag hefði náðst.
Sjá einnig: Kvöldverðafundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi
Í röð tísta sagði Trump í morgun að ekkert samkomulag hefði náðst varðandi DACA. Þá væri þegar byrjað að byggja vegginn með tilliti til þess að staðið er að umbótum á þeim veggjum og girðingum sem þegar eru til staðar á landamærunum.
No deal was made last night on DACA. Massive border security would have to be agreed to in exchange for consent. Would be subject to vote.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017
The WALL, which is already under construction in the form of new renovation of old and existing fences and walls, will continue to be built.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017
Trump sagði umrætt ungt fólk hafa verið í Bandaríkjunum um margra ára skeið og þau hefðu komið til landins með foreldrum sínum þegar þau voru ung.
Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni sem Barack Obama kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012.
Tístin enda svo á orðunum; „Plús UMFANGSMIKIÐ landamæraeftirlit“, eins og til hafi staðið að bæta við þau. Næsta tíst forsetans sem birtist um hálftíma síðar fjallar þó um að hann sé á leið til Flórída.
Does anybody really want to throw out good, educated and accomplished young people who have jobs, some serving in the military? Really!.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017
...They have been in our country for many years through no fault of their own - brought in by parents at young age. Plus BIG border security
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 14, 2017
Þá lýstu repúblikanar yfir furðu sinni á því að Trump ætlaði að snúa baki við sínum stærstu kosningaloforðum.