Fótbolti

Stjarnan til Rússlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín og samherjar eiga erfitt verkefni fyrir höndum.
Katrín og samherjar eiga erfitt verkefni fyrir höndum. vísir/eyþór
Rossijanka frá Rússlandi verður mótherji Stjörnunnar í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið var í dag.

Þetta er ekki fyrsta ferðin sem Stjarnan fer til Rússlands í þessari keppni því liðið fór einnig til Rússlands 2014 og 2015.

Rossijanka datt út fyrir Bayern Munchen, samtals 8-0 í átta liða úrslitunum í fyrra, eftir að hafa slegið út SFK 2000, frá Bosníu, í 16-liða úrslitunum.

Leikið verður 4./5. október og síðari leikurinn viku síðar, en fyrri leikurinn fer fram á gervigrasinu í Garðabæ.

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Atletico Madríd í sömu keppni. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Rosengård mæta Olimpia Cluj frá Rúmeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×