Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 13:00 Arnór Ingvi er spenntur fyrir leiknum í Finnlandi. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira
Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00