Þjónusta á forsendum þolenda ofbeldis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 09:00 Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir taka á móti þolendum ofbeldis í Bjarkahlíð sem opnar 2.mars. vísir/stefán Ný miðstöð fyrir þolendur ofbeldis opnar þann 2.mars næstkomandi, Bjarkahlíð. Húsið stendur í skógarlundi við Bústaðaveg og þar verður boðið upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir allt fólk sem hefur verið beitt ofbeldi og unnið með þolendum á þeirra forsendum. Fyrirmyndin að Bjarkahlíð er sótt til Bandaríkjanna en þar eru reknar miðstöðvarnar, Family Justice Center og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um Kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. „Þetta er spennandi samstarf sem ég trúi að muni skipta þolendur ofbeldis miklu máli. Þessi þjónusta hefur ekki verið áður í boði en hér verður veitt samhæfð þjónusta fyrir brotaþola ofbeldis,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Bjarkahlíðar. Rögnu til halds og trausts verður Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur og félagsráðgjafi. Hafdís segir reynslu margra þolenda vera að þeir þurfi að leita á marga staði eftir hjálp og segja sögu sína oft mismunandi aðilum. „Því fylgir of mikið álag að fara á milli ólíkra stofnana og kerfa og við viljum koma í veg fyrir þetta. Fólk hefur verið að standa í þessu á erfiðustu stundum lífs síns,“ segir Hafdís sem segir álagið auka hættu á uppgjöf. „Við viljum auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar og jafnvel leiða fólk hingað til þess að aðstoða það,“ segir hún. Ragna segir að í Bjarkahlíð verði tenging við aðra þjónustu, heilsugæslu og félagsþjónustu. „Hér fara fram einstaklingsviðtöl. Við metum öryggi viðkomandi og þörf á þjónustu. Hér verður einnig sinnt lagalegri ráðgjöf og félagslegri og veitt aðstoð til að sækja ýmis úrræði, segir hún frá. „Við erum komin í gott samstarf við heilsugæslu og neyðarmóttöku. Við fáum einnig aðstoð lögreglu við að leggja fram kærur í ofbeldismálum og að veita upplýsingar um réttarvörslukerfið. Markmiðið er að þolendur geti gefið lögreglunni skýrslu í Bjarkahlíð þegar fram líða stundir,“ segir Ragna. „Það eru stór skref að þurfa að stíga inn á lögreglustöð. Við sjáum fyrir okkur að skrefin hingað inn verði léttari,“ útskýrir Hafdís. Ein helsta nýlunda miðstöðvarinnar er sú að hún tekur á móti þolendum af öllum kynjum sem sætt hafa heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn öldruðum, fötluðum eða eru fórnarlamb mansals. Ragna segir viðkvæmari hópa samfélagsins fá sérstaka athygli. „Á sama tíma er mikilvægt að það komi fram að allir sem hafa orðið fyrir ofbeldi geta leitað til okkar,“ segir Ragna og bendir á að Bjarkahlíð muni líka stuðla að fræðslu til samfélagsins. „Við viljum einfaldlega vinna hlutina á forsendum þeirra sem hingað leita og viljum að fólk finni til trausts,“ segir Ragna. Sérstök þjónusta verður við börn í Bjarkahlíð. „Sálfræðingar Barnaverndar Reykjavíkur verða með viðtöl við börn sem verða vitni að heimilisofbeldi en það getur haft jafn alvarlegar afleiðingar fyrir börn eins og ef þau yrðu sjálf fyrir ofbeldi,“ segir Ragna og ítrekar að það sé andlegt ofbeldi gegn barni að það verði vitni að því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ný miðstöð fyrir þolendur ofbeldis opnar þann 2.mars næstkomandi, Bjarkahlíð. Húsið stendur í skógarlundi við Bústaðaveg og þar verður boðið upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir allt fólk sem hefur verið beitt ofbeldi og unnið með þolendum á þeirra forsendum. Fyrirmyndin að Bjarkahlíð er sótt til Bandaríkjanna en þar eru reknar miðstöðvarnar, Family Justice Center og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um Kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. „Þetta er spennandi samstarf sem ég trúi að muni skipta þolendur ofbeldis miklu máli. Þessi þjónusta hefur ekki verið áður í boði en hér verður veitt samhæfð þjónusta fyrir brotaþola ofbeldis,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Bjarkahlíðar. Rögnu til halds og trausts verður Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur og félagsráðgjafi. Hafdís segir reynslu margra þolenda vera að þeir þurfi að leita á marga staði eftir hjálp og segja sögu sína oft mismunandi aðilum. „Því fylgir of mikið álag að fara á milli ólíkra stofnana og kerfa og við viljum koma í veg fyrir þetta. Fólk hefur verið að standa í þessu á erfiðustu stundum lífs síns,“ segir Hafdís sem segir álagið auka hættu á uppgjöf. „Við viljum auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar og jafnvel leiða fólk hingað til þess að aðstoða það,“ segir hún. Ragna segir að í Bjarkahlíð verði tenging við aðra þjónustu, heilsugæslu og félagsþjónustu. „Hér fara fram einstaklingsviðtöl. Við metum öryggi viðkomandi og þörf á þjónustu. Hér verður einnig sinnt lagalegri ráðgjöf og félagslegri og veitt aðstoð til að sækja ýmis úrræði, segir hún frá. „Við erum komin í gott samstarf við heilsugæslu og neyðarmóttöku. Við fáum einnig aðstoð lögreglu við að leggja fram kærur í ofbeldismálum og að veita upplýsingar um réttarvörslukerfið. Markmiðið er að þolendur geti gefið lögreglunni skýrslu í Bjarkahlíð þegar fram líða stundir,“ segir Ragna. „Það eru stór skref að þurfa að stíga inn á lögreglustöð. Við sjáum fyrir okkur að skrefin hingað inn verði léttari,“ útskýrir Hafdís. Ein helsta nýlunda miðstöðvarinnar er sú að hún tekur á móti þolendum af öllum kynjum sem sætt hafa heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn öldruðum, fötluðum eða eru fórnarlamb mansals. Ragna segir viðkvæmari hópa samfélagsins fá sérstaka athygli. „Á sama tíma er mikilvægt að það komi fram að allir sem hafa orðið fyrir ofbeldi geta leitað til okkar,“ segir Ragna og bendir á að Bjarkahlíð muni líka stuðla að fræðslu til samfélagsins. „Við viljum einfaldlega vinna hlutina á forsendum þeirra sem hingað leita og viljum að fólk finni til trausts,“ segir Ragna. Sérstök þjónusta verður við börn í Bjarkahlíð. „Sálfræðingar Barnaverndar Reykjavíkur verða með viðtöl við börn sem verða vitni að heimilisofbeldi en það getur haft jafn alvarlegar afleiðingar fyrir börn eins og ef þau yrðu sjálf fyrir ofbeldi,“ segir Ragna og ítrekar að það sé andlegt ofbeldi gegn barni að það verði vitni að því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira