Enski boltinn

Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi er kominn aftur til æfinga hjá Swansea.
Gylfi er kominn aftur til æfinga hjá Swansea. vísir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni.

Í samtali við heimasíðu Swansea segir Clement að Gylfi sé í toppformi og einbeittur fyrir næsta tímabil.

„Hann leggur hart að sér á æfingum og er ofarlega í öllum mælingum. Ég reikna með því að verði áfram hér en það er klárlega mikill áhugi á honum. Við sjáum hvað setur,“ sagði Clement.

Swansea heldur vestur um haf á fimmtudaginn og Clement segir að Gylfi fari með velska liðinu til Bandaríkjanna. Og að sögn stjórans verður Gylfi ekki seldur nema fyrir háa upphæð.

„Gylfi hefur reynst okkur frábærlega. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum og ef það gerist eitthvað verður það á okkar forsendum. Í augnablikinu er hann leikmaður Swansea og við verðum að líta svoleiðis á þetta.“

Í gær greindi BBC frá því að Swansea hefði sett 50 milljóna punda verðmiða á Gylfa sem hefur aðallega verið orðaður við Leicester City og Everton í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×