Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. ágúst 2017 14:09 Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira