Tískunafnið er Mikael Máni Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2017 08:39 Eftir aldamót tók skyndilega að færast mjög í vöxt að foreldar gæfu sonum sínum nafnið Mikael Máni. Hér getur að líta fyrstu mynd af Mikael Mána sem birtist í fjölmiðlum en það er í Fréttablaðinu og árið er 2001. Kona nokkur, sem Vísir ræddi við, sem er reyndar hún Stella í próförkinni á Fréttablaðinu, var að fletta upp manni sem heitir Mikael Máni. Og komst að því sér til nokkurrar furðu að þeir eru fjölmargir. „Ég vissi ekki föðurnafnið, en datt ekki annað í hug en að þetta væri lítið mál. Ég fór á Íslendingabók og þar fann ég heilmikið af Mikaelum Mánum – en – fjórir þeirra eru fæddir fyrir aldamótin 2000, sá elsti 1972 og hinir, sem fæddir eru árið 2000 og til dagsins í dag eru alls 72,“ segir Stella undrandi. Þetta er forvitnilegt. Svo virðist sem eftir aldamót hafi nafnið Mikael Máni orðið vinsælt með afbrigðum. Hvað veldur er ekki vitað því eftir því sem Vísir kemst næst, með googli og öðru grúski, er kunnasti Mikael Máninn jassgítarleikari búsettur í Hollandi. Þannig að, í sjálfu sér er ekki hægt að benda á neinn tiltekinn sem gæti hafa orðið til að kveikja þessa, enginn Angelina Jolie eða Brad Pitt. Frægð Mikaels Mána gítarleikara er ekki slík.Séra Pálmi en þeir eru ekki margir sem hafa skírt eins mörg börn og einmitt hann.Séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, hefur líklega skírt fleiri börn en flestir og hann kannast alveg við að hafa ausið vatni eins og einn Mikael Mána, eða svo. Séra Pálmi flettir í bókum sínum og sér einn 45 ára en hinir eru allir um fermingu eða þar undir.Tískusveiflur í nöfnum sem öðruSéra Pálmi hafði ekki leitt hugann að því sérstaklega að þetta nafn væri ofarlega á baugi, ekki fyrr en Vísir vekur máls á því við hann. „Ég veit ekki hvort það er að sækja í sig veðrið meira en mörg önnur. Þetta gengur í sveiflum. Ég man að það var Alexander og Alexandra á tímabili. Þau eru að koma í röðum mörg sem heita þeim nöfnum. Og svo er farið að bera á því að fólk er farið að taka gömlu nöfnin, láta heita í höfuðið á öfum og ömmum en það var alveg úti á tímabili.“ Séra Pálmi kann engar sérstakar skýringar á þessu með Mikael og Mána. „Ég held að þetta sé eitthvað í vatninu. Ég hef skírt marga sem heita Mikael og marga sem heita Máni. Já, hér sé ég að það eru mjög margir sem heita Máni seinna nafni.“Okkar Mikael Máni var ungur að árum þegar hann birtist fyrst í fjölmiðlum, nánar tiltekið í burðargrein í Fbl árið 2001 en þar fjallar Steinunn Stefánsdóttir um Suzukí-skólann.Hann bendir á að þegar einhverjir vinsælir sjónvarpsþættir eru ofarlega á baugi þá komi oft nöfn þaðan sem reynast vinsæl.Mikilvægt að nafnið sé lipurt í öllum föllumÞegar séra Pálmi undirbýr fólk undir skírn leggur hann áherslu á það við fólkið sem er að gefa börnum sínum nöfn að það skrifi það á blað bæði með prentstöfum og skrifstöfum, og í öllum föllum og með föðurnafni. „Og beygi það í öllum föllum til að átta sig á því hvernig barnið kemur til með að bera þetta nafn og nota í gegnum lífið. Ef þú færð þetta í öllum föllum, þarf að vera þannig að nafnið sé ekki tungubrjótur í beygingu. Sem gerir stundum. Mikilvægt að fólkið átti sig á að nafn í nefnifalli er í rauninni ekki allt nafnið, það þarf líka að taka föður og móðurnafnið í kenninafni og beygja það líka. Þannig kemur nafnið til með að hljóma í framtíðinni.“Vinsælustu tvínefninJá, alveg örugglega er það mikilvægt og í því felst mikil ábyrgð er þeirra sem velja nöfn á einstaklinga. En, Pálmi kann ekki að varpa ljósi á þann leyndardóm sem er: Hvað veldur þessum vinsældum? Hún Stella, sem vitnað var í hér í upphafi segir að samkvæmt Íslendingabók séu þeir 72 sem bera þetta nafn. Samkvæmt þjóðskrá eru þeir 60; 425 sem bera nafnið Mikael sem 1. eiginnafn og 1118 bera nafnið Máni sem 2. eiginnafn. Þetta nafn er reyndar ekki farið að láta að sér kveða á topp tíu lista yfir algengustu tvínefnin en það stefnir í það. Jón Þór er í 1. sæti, Gunnar Þór í 2. og Jón Ingi í því 3. Svo koma Arnar Freyr, Arnar Þór, Jón Gunnar, Gunnar Örn, Andri Már, Stefán Þór og tíunda sætið vermir tvínefnið Bjarki Þór.Sigurvegari í happdrætti Klóa mjólkurkattarFyrsta sinni sem þetta nafn, Mikael Máni, kemur fyrir í fjölmiðlum, ef marka má tímarit.is, er 15. júlí árið 1998. En það er í ítarlegri tilkynningu í Morgunblaðinu sem fjallar um Sumarhappdrætti Klóa mjólkurkattar, en þátttakan frábær var.Mikael Máni gítarleikari veit ekki af hverju nafnið hans hefur öðlast svona miklar vinsældir í seinni tíð en hann kann að segja athyglisverða sögu af tilurð nafns síns.„Við birtum hér nöfn þeirra 250 barna sem unnið hafa útvörp og sundpoka þessa vikuna. Vinningar verða sendir vinningshöfum. Kynnið ykkur þátttökureglurnar á næsta sölustað Kókómjólkurinnar.“ Og þeirra á meðal er einmitt Mikael Máni Steinarsson á Akranesi. Sá er fyrsti Mikael Máninn sem kemst í fjölmiðla.Mikael Máni gítarleikari lét snemma að sér kveðaÞað er svo strax árið 2001, 21. september nánar tiltekið, sem frægasti Mikael Máninn, samkvæmt áðurnefndri lauslegri rannsókn Vísis, lætur að sér kveða. Þetta er í Fréttablaðinu en þar er fjallað um í burðarfrétt tónlistarkennslu eftir aðferðum Suzukis. Þar er mynd af okkar manni: „Mikael Máni Ásmundsson er 6 ára og hóf söngnám I fyrravetur. Hann syngur mikið og spinnur sín eigin lög, til dæmis teiknar hann myndir og syngur þær um leið.“ Nú er Mikael Máni orðinn eldri. Og býr í Amsterdam. Vísir ræddi við hann um þetta ágæta nafn. Gítarleikarinn var sammála um að það væri ágætur taktur í nafninu og stuðlunin skemmir ekki. En, hvernig er þetta til komið í hans tilfelli, en það er saga að segja frá?Mikael erkiengill sérlegur verndari„Ef það er eitthvað til sem heitir hefðbundin nafngift þá kom mín á óhefðbundinn hátt. Það var þannig að mamma var búin að ákveða að eignast ekki fleiri börn eftir að hafa misst fóstur í annað sinn. Þegar fólk hefur misst fóstur þá er oft mikil hræðsla sem fylgir seinni meðgöngum. Mamma fann hinsvegar fyrir mikilli vernd áður og þegar hún gekk með mig,“ segir Mikael Máni. Og móður hans fannst þessi vernd koma frá Mikael erkiengli. „Þannig að þaðan kemur Mikaels nafnið. Mána nafnið kom eftir seinna fóstrinu sem foreldrar mínir misstu. Hann hét Máni þannig ég heiti í höfuðið á „stóra bróður“ mínum.“ Mikael Máni segist hafa tekið eftir nafninu hér og þar í seinni tíð. „Aðallega hjá strákum sem eru um 10 árum yngri en ég. Þegar ég er til dæmis að passa yngri frændur mína og við förum í Húsdýragarðinn þá heyri ég stundum foreldra kalla á Mikael Mána og ég lít alltaf upp því ég er spenntur að sjá hvernig nafnar mínir líta út.“ En, Mikael Máni kann engar skýringar á því hvað það er sem veldur þessum vinsældum nafns hans? Þannig að þrátt fyrir allnokkra rannsóknarblaðamennsku liggur ekkert svar fyrir við þeirri spurningu. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Kona nokkur, sem Vísir ræddi við, sem er reyndar hún Stella í próförkinni á Fréttablaðinu, var að fletta upp manni sem heitir Mikael Máni. Og komst að því sér til nokkurrar furðu að þeir eru fjölmargir. „Ég vissi ekki föðurnafnið, en datt ekki annað í hug en að þetta væri lítið mál. Ég fór á Íslendingabók og þar fann ég heilmikið af Mikaelum Mánum – en – fjórir þeirra eru fæddir fyrir aldamótin 2000, sá elsti 1972 og hinir, sem fæddir eru árið 2000 og til dagsins í dag eru alls 72,“ segir Stella undrandi. Þetta er forvitnilegt. Svo virðist sem eftir aldamót hafi nafnið Mikael Máni orðið vinsælt með afbrigðum. Hvað veldur er ekki vitað því eftir því sem Vísir kemst næst, með googli og öðru grúski, er kunnasti Mikael Máninn jassgítarleikari búsettur í Hollandi. Þannig að, í sjálfu sér er ekki hægt að benda á neinn tiltekinn sem gæti hafa orðið til að kveikja þessa, enginn Angelina Jolie eða Brad Pitt. Frægð Mikaels Mána gítarleikara er ekki slík.Séra Pálmi en þeir eru ekki margir sem hafa skírt eins mörg börn og einmitt hann.Séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, hefur líklega skírt fleiri börn en flestir og hann kannast alveg við að hafa ausið vatni eins og einn Mikael Mána, eða svo. Séra Pálmi flettir í bókum sínum og sér einn 45 ára en hinir eru allir um fermingu eða þar undir.Tískusveiflur í nöfnum sem öðruSéra Pálmi hafði ekki leitt hugann að því sérstaklega að þetta nafn væri ofarlega á baugi, ekki fyrr en Vísir vekur máls á því við hann. „Ég veit ekki hvort það er að sækja í sig veðrið meira en mörg önnur. Þetta gengur í sveiflum. Ég man að það var Alexander og Alexandra á tímabili. Þau eru að koma í röðum mörg sem heita þeim nöfnum. Og svo er farið að bera á því að fólk er farið að taka gömlu nöfnin, láta heita í höfuðið á öfum og ömmum en það var alveg úti á tímabili.“ Séra Pálmi kann engar sérstakar skýringar á þessu með Mikael og Mána. „Ég held að þetta sé eitthvað í vatninu. Ég hef skírt marga sem heita Mikael og marga sem heita Máni. Já, hér sé ég að það eru mjög margir sem heita Máni seinna nafni.“Okkar Mikael Máni var ungur að árum þegar hann birtist fyrst í fjölmiðlum, nánar tiltekið í burðargrein í Fbl árið 2001 en þar fjallar Steinunn Stefánsdóttir um Suzukí-skólann.Hann bendir á að þegar einhverjir vinsælir sjónvarpsþættir eru ofarlega á baugi þá komi oft nöfn þaðan sem reynast vinsæl.Mikilvægt að nafnið sé lipurt í öllum föllumÞegar séra Pálmi undirbýr fólk undir skírn leggur hann áherslu á það við fólkið sem er að gefa börnum sínum nöfn að það skrifi það á blað bæði með prentstöfum og skrifstöfum, og í öllum föllum og með föðurnafni. „Og beygi það í öllum föllum til að átta sig á því hvernig barnið kemur til með að bera þetta nafn og nota í gegnum lífið. Ef þú færð þetta í öllum föllum, þarf að vera þannig að nafnið sé ekki tungubrjótur í beygingu. Sem gerir stundum. Mikilvægt að fólkið átti sig á að nafn í nefnifalli er í rauninni ekki allt nafnið, það þarf líka að taka föður og móðurnafnið í kenninafni og beygja það líka. Þannig kemur nafnið til með að hljóma í framtíðinni.“Vinsælustu tvínefninJá, alveg örugglega er það mikilvægt og í því felst mikil ábyrgð er þeirra sem velja nöfn á einstaklinga. En, Pálmi kann ekki að varpa ljósi á þann leyndardóm sem er: Hvað veldur þessum vinsældum? Hún Stella, sem vitnað var í hér í upphafi segir að samkvæmt Íslendingabók séu þeir 72 sem bera þetta nafn. Samkvæmt þjóðskrá eru þeir 60; 425 sem bera nafnið Mikael sem 1. eiginnafn og 1118 bera nafnið Máni sem 2. eiginnafn. Þetta nafn er reyndar ekki farið að láta að sér kveða á topp tíu lista yfir algengustu tvínefnin en það stefnir í það. Jón Þór er í 1. sæti, Gunnar Þór í 2. og Jón Ingi í því 3. Svo koma Arnar Freyr, Arnar Þór, Jón Gunnar, Gunnar Örn, Andri Már, Stefán Þór og tíunda sætið vermir tvínefnið Bjarki Þór.Sigurvegari í happdrætti Klóa mjólkurkattarFyrsta sinni sem þetta nafn, Mikael Máni, kemur fyrir í fjölmiðlum, ef marka má tímarit.is, er 15. júlí árið 1998. En það er í ítarlegri tilkynningu í Morgunblaðinu sem fjallar um Sumarhappdrætti Klóa mjólkurkattar, en þátttakan frábær var.Mikael Máni gítarleikari veit ekki af hverju nafnið hans hefur öðlast svona miklar vinsældir í seinni tíð en hann kann að segja athyglisverða sögu af tilurð nafns síns.„Við birtum hér nöfn þeirra 250 barna sem unnið hafa útvörp og sundpoka þessa vikuna. Vinningar verða sendir vinningshöfum. Kynnið ykkur þátttökureglurnar á næsta sölustað Kókómjólkurinnar.“ Og þeirra á meðal er einmitt Mikael Máni Steinarsson á Akranesi. Sá er fyrsti Mikael Máninn sem kemst í fjölmiðla.Mikael Máni gítarleikari lét snemma að sér kveðaÞað er svo strax árið 2001, 21. september nánar tiltekið, sem frægasti Mikael Máninn, samkvæmt áðurnefndri lauslegri rannsókn Vísis, lætur að sér kveða. Þetta er í Fréttablaðinu en þar er fjallað um í burðarfrétt tónlistarkennslu eftir aðferðum Suzukis. Þar er mynd af okkar manni: „Mikael Máni Ásmundsson er 6 ára og hóf söngnám I fyrravetur. Hann syngur mikið og spinnur sín eigin lög, til dæmis teiknar hann myndir og syngur þær um leið.“ Nú er Mikael Máni orðinn eldri. Og býr í Amsterdam. Vísir ræddi við hann um þetta ágæta nafn. Gítarleikarinn var sammála um að það væri ágætur taktur í nafninu og stuðlunin skemmir ekki. En, hvernig er þetta til komið í hans tilfelli, en það er saga að segja frá?Mikael erkiengill sérlegur verndari„Ef það er eitthvað til sem heitir hefðbundin nafngift þá kom mín á óhefðbundinn hátt. Það var þannig að mamma var búin að ákveða að eignast ekki fleiri börn eftir að hafa misst fóstur í annað sinn. Þegar fólk hefur misst fóstur þá er oft mikil hræðsla sem fylgir seinni meðgöngum. Mamma fann hinsvegar fyrir mikilli vernd áður og þegar hún gekk með mig,“ segir Mikael Máni. Og móður hans fannst þessi vernd koma frá Mikael erkiengli. „Þannig að þaðan kemur Mikaels nafnið. Mána nafnið kom eftir seinna fóstrinu sem foreldrar mínir misstu. Hann hét Máni þannig ég heiti í höfuðið á „stóra bróður“ mínum.“ Mikael Máni segist hafa tekið eftir nafninu hér og þar í seinni tíð. „Aðallega hjá strákum sem eru um 10 árum yngri en ég. Þegar ég er til dæmis að passa yngri frændur mína og við förum í Húsdýragarðinn þá heyri ég stundum foreldra kalla á Mikael Mána og ég lít alltaf upp því ég er spenntur að sjá hvernig nafnar mínir líta út.“ En, Mikael Máni kann engar skýringar á því hvað það er sem veldur þessum vinsældum nafns hans? Þannig að þrátt fyrir allnokkra rannsóknarblaðamennsku liggur ekkert svar fyrir við þeirri spurningu.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira