Erlent

Tala látinna hækkar í Egyptalandi

Anton Egilsson skrifar
Árásin átti sér stað í mosku í Bir al-Abed.
Árásin átti sér stað í mosku í Bir al-Abed. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 305 eru látnir eftir að árás var gerð á mosku í þorpinu Bir al-Abd nyrst á Sínaískaga í Egyptalandi í gær. Þar á meðal eru 27 börn.

Árásin fór þannig fram að sprengja sprakk við moskuna áður en fjögur ökutæki renndu upp að henni. Út úr þeim stigu menn sem hófu skothríð á þá sem þar voru staddir. Talið er að skotmark árásarinnar hafi verið stuðningsmenn öryggissveita stjórnvalda en þeir lágu á bæn á þeim tíma sem látið var til skarar skríða.

Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hét því í sjónvarpsræðu í dag að árásarinnar verði hefnt: „Her og lögregla munu hefna píslarvottanna og koma aftur á öryggi og stöðugleika í landinu með valdi,” 

Samkvæmt fréttaveitunni Sky hefur egypski herinn nú þegar grandað þeim farartækjum sem notuð voru við árásarnir með beitingu loftárás en auk þess hefur loftárásum beitt á vopnageymslur vígamannanna.

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu vegna árásarinnar en hún er sú mannskæðasta í nútímasögu Egyptalands. Sú næstmannskæðasta var árás á flugvél Metrojet árið 2015 en 224 létust þegar hún var sprengd í loft upp yfir norðanverðum Sínaískaga.


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Egyptalandi

Að minnsta kosti 235 fórust í árás á norðurhluta Sínaískaga. Hart hefur verið barist á svæðinu frá árinu 2013. Árásin er sú mannskæðasta í nútímasögu Egyptalands. Forsetinn lýsti yfir þjóðarsorg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×