Gamanið smitar frá sér Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. október 2017 13:30 Óvenjulegar áherslur og kvenlegur þokki einkenna Collection Ladies frá Pale Mist. MYND/ Kristina Petrosiuté Særós Mist Hrannarsdóttir saumaði, sýndi og seldi fyrstu fatalínuna sína síðasta árið í grunnskóla. Nú býr hún, nemur og starfar í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir hið þekkta tískufyrirtæki Monki. Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö.“ Þannig hefst frétt á Vísi frá 21. júlí 2007 af ungum tískuhönnuði sem hafði nýlokið við að hanna 21 alklæðnað. Nú, tíu árum síðar, býr Særós og hannar í Kaupmannahöfn undir merkinu Pale Mist. Hún segir að áhuginn á tískuhönnun hafi vaknað gegnum sköpunargleðina sjálfa. „Ég hef alltaf teiknað, málað og almennt föndrað mikið síðan ég var lítil. Seinna meir þróuðust myndirnar yfir í að vera skissur af flíkum og ég fór hægt og rólega að fikta við að breyta þessum hugmyndum í raunverulegar flíkur.“ Hún viðurkennir að eiga í flóknu sambandi við tískuheiminn. „Það er svo mikið í tískuheiminum og textílbransanum í dag sem hefur slæm áhrif á umhverfi og fólk um allan heim. En það mun alltaf vera þörf fyrir föt og þá er bara spurning um að vinna með tísku á sem bestan hátt og eins siðlega og hægt er.“Særós er stöðugt að og hér má sjá nokkrar skissur sem bíða eftir því að verða að fallegum kjólum.Eins og áður sagði eru tíu ár síðan Særós tók fyrstu saumsporin, þá aðeins fimmtán ára. „Á þeim tíma hafði ég enga reynslu í saumaskap eða hönnun, enda lærði ég virkilega mikið á því að prufa mig áfram með saumavélina. Eftir grunnskóla tók ég eitt ár á handverks- og hönnunarlínu við lýðháskóla í Danmörku og þar saumaði ég nýja fatalínu, Collection Fall, samhliða náminu og hélt tískusýningu um vorið. Eftir að ég kláraði stúdentsprófið frá MH fór ég svo á fatatæknibraut í Tækniskólanum og lærði þar tæknina sem mig hafði vantað. Ég nýtti aðstöðuna til fulls enda kom út úr því ný lína, Collection Ladies, sem var sýnd á Vetrarhátíð í Reykjavík 2014.“Sendiherra Monki í Danmörku Að stúdentsprófinu loknu flutti Særós aftur til Danmerkur þar sem hún hefur búið öðru hvoru frá barnæsku. „Nú hef ég verið búsett í Danmörku síðastliðin þrjú og hálft ár þar sem að ég hef unnið í litríku fatabúðinni Monki sem sjónrænn stílisti og er nú í hlutastarfi þar í söludeildinni samhliða því að stunda nám við Copenhagen Business School í rekstrarhagfræði og sálfræði. Reynsla mín í Monki kveikti áhuga minn á rekstri tískumerkja og hefur veitt mér góða innsýn í hvernig tískuheimurinn gengur fyrir sig í stærri fyrirtækjum. Ég er hægt og rólega að byggja upp eigið merki og námið er akkúrat það sem mig vantar, til að geta tekið réttu ákvarðanirnar og beitt réttum verkfærum í þessu ævintýri.“Særós Mist Hrannarsdóttir í eigin hönnun sem hún segir kvenlega og listræna.MYND/STEFÁN FREDERIKSSONÞess má geta að Særós var á dögunum kjörin sendiherra Monki í Danmörku af samstarfsfólki sínu sem þykir hún standa fyrir þau gildi sem Monki vill halda á lofti. Hún segir innblásturinn að hönnuninni geta komið úr öllum áttum. „Mér finnst svo gaman að taka eftir og kunna að meta litlu fallegu hlutina í hversdagsleikanum. Fallega lituð haustlauf, skrautlegur, persónulegur stíll fólks á götum Kaupmannahafnar, ávextir í öllum stærðum og gerðum. Stundum getur diskurinn með kvöldmatnum meira að segja verið spennandi fagurfræðilega séð. Ég reyni að vera dugleg að taka myndir af öllu því sem veitir mér innblástur, maður veit aldrei hvert það gæti leitt! Fyrir mér er mikilvægt að flíkurnar séu vel gerðar og klæðilegar en á sama tíma að þær miðli vissri listrænni túlkun, eða stemmingu. Litir og spennandi smáatriði eru líka mikilvægir þættir.“Silfursamfestingur á mánudegi Særós segir að hönnun hennar henti stelpum og konum sem þora að bera kvenlegar og einstakar flíkur. „Ég hanna fyrir konur og stelpur sem vilja tjá persónuleika sinn með litríkum, skemmtilegum en jafnframt listrænum og fáguðum fatnaði, sem sækjast eftir einstökum flíkum sem eru handgerðar af mikilli gleði og ástríðu, sem hafa gaman af því að klæða sig eftir eigin stíl og styrkja litlu listaspírurnar í leiðinni.“ Sjálf er hún svo hrifnust af hönnuðum sem þora að ögra formi og nota mikið af litum. „Nicholas Nybro, Anne Sophie Cochevelou, L.O.M Fashion og Molly Goddard. Allt eru þetta hönnuðir sem túlka flíkurnar á mjög listrænan hátt, en á sama tíma er svo mikil gleði og kraftur í hönnuninni.” Hún lýsir eigin stíl á þennan hátt: „Eitt af mínum mikilvægustu gildum í lífinu og hversdagsleikanum er að hafa gaman – það gerir allt svo miklu auðveldara og skemmtilegra. Þó svo það sé mánudagur, þá ætti það ekki að hindra neinn í að hoppa í silfursamfesting og setja glimmer á augnlokin, og það besta er að fólk í kringum mann hefur ennþá meira gaman af því! Gamanið smitar frá sér.“Rómantík, kvenleiki, fallegir litir og áhersla á bakið og herðarnar er meðal þess sem einkennir hönnun Pale Mist.Draumurinn um Pale Mist Særós er með mörg járn í eldinum. „Já, ég er hægt og rólega að skapa mér nafn sem Pale Mist. Ég opnaði nýlega bloggsíðu þar sem ég greini frá þeim skapandi verkefnum sem ég er að vinna í, auk þess að deila ýmsum pælingum um stíl, tísku og tilveruna almennt. Nýlega hannaði ég línu í samvinnu við vintage-merkið Rad Susie Clothing, sem er jafnframt fyrsta línan sem ég hef framleitt og sett í sölu. Línan var í takmörkuðu upplagi en það er ennþá svolítið eftir á radsusie.com,“ segir hún og bætir við að hún taki einnig að sér að hanna og sauma brúðarkjóla. „Síðasta hálfa árið hef ég svo látið mig dreyma um að sauma takmarkað upplag af útvöldum flíkum úr Collection Ladies og selja á vefverslun tengdri blogginu, ásamt því að blogga um allt það ferli. Það væri frábær lærdómur og stórt fyrsta skref í að láta drauminn um eigið merki rætast. Mín helsta áskorun er að taka ekki að mér of mikið í einu – því ég vil líka geta notið þess að vera í þessu frábæra námi og tileinkað mér nýja kunnáttu! Það er bara svo erfitt, þegar þetta er allt svo spennandi og gefandi og maður á erfitt með að segja nei!“ Framtíðin er björt hjá Særós og verkefnin fjölbreytt. „Ég hlakka til að vera í skólanum næstu ár og stefni á skiptinám í Tókýó. Japanir eru framarlega bæði í viðskiptum og tísku, svo það væri fullkominn staður fyrir mig. Fram undan eru svo tveir brúðarkjólar fyrir næsta sumar og að vera opin fyrir þeim tækifærum sem verða á vegi mínum!“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Særósar á palemisty.wordpress.com, @pale.mist á Instagram og Pale Misty á Facebook. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Særós Mist Hrannarsdóttir saumaði, sýndi og seldi fyrstu fatalínuna sína síðasta árið í grunnskóla. Nú býr hún, nemur og starfar í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir hið þekkta tískufyrirtæki Monki. Það eru ekki allir fimmtán ára krakkar sem geta státað af því að hafa haldið heila tískusýningu en það mun Særós Mist Hrannarsdóttir gera í dag. Sýningin fer fram í Hinu húsinu og opnar húsið klukkan tvö.“ Þannig hefst frétt á Vísi frá 21. júlí 2007 af ungum tískuhönnuði sem hafði nýlokið við að hanna 21 alklæðnað. Nú, tíu árum síðar, býr Særós og hannar í Kaupmannahöfn undir merkinu Pale Mist. Hún segir að áhuginn á tískuhönnun hafi vaknað gegnum sköpunargleðina sjálfa. „Ég hef alltaf teiknað, málað og almennt föndrað mikið síðan ég var lítil. Seinna meir þróuðust myndirnar yfir í að vera skissur af flíkum og ég fór hægt og rólega að fikta við að breyta þessum hugmyndum í raunverulegar flíkur.“ Hún viðurkennir að eiga í flóknu sambandi við tískuheiminn. „Það er svo mikið í tískuheiminum og textílbransanum í dag sem hefur slæm áhrif á umhverfi og fólk um allan heim. En það mun alltaf vera þörf fyrir föt og þá er bara spurning um að vinna með tísku á sem bestan hátt og eins siðlega og hægt er.“Særós er stöðugt að og hér má sjá nokkrar skissur sem bíða eftir því að verða að fallegum kjólum.Eins og áður sagði eru tíu ár síðan Særós tók fyrstu saumsporin, þá aðeins fimmtán ára. „Á þeim tíma hafði ég enga reynslu í saumaskap eða hönnun, enda lærði ég virkilega mikið á því að prufa mig áfram með saumavélina. Eftir grunnskóla tók ég eitt ár á handverks- og hönnunarlínu við lýðháskóla í Danmörku og þar saumaði ég nýja fatalínu, Collection Fall, samhliða náminu og hélt tískusýningu um vorið. Eftir að ég kláraði stúdentsprófið frá MH fór ég svo á fatatæknibraut í Tækniskólanum og lærði þar tæknina sem mig hafði vantað. Ég nýtti aðstöðuna til fulls enda kom út úr því ný lína, Collection Ladies, sem var sýnd á Vetrarhátíð í Reykjavík 2014.“Sendiherra Monki í Danmörku Að stúdentsprófinu loknu flutti Særós aftur til Danmerkur þar sem hún hefur búið öðru hvoru frá barnæsku. „Nú hef ég verið búsett í Danmörku síðastliðin þrjú og hálft ár þar sem að ég hef unnið í litríku fatabúðinni Monki sem sjónrænn stílisti og er nú í hlutastarfi þar í söludeildinni samhliða því að stunda nám við Copenhagen Business School í rekstrarhagfræði og sálfræði. Reynsla mín í Monki kveikti áhuga minn á rekstri tískumerkja og hefur veitt mér góða innsýn í hvernig tískuheimurinn gengur fyrir sig í stærri fyrirtækjum. Ég er hægt og rólega að byggja upp eigið merki og námið er akkúrat það sem mig vantar, til að geta tekið réttu ákvarðanirnar og beitt réttum verkfærum í þessu ævintýri.“Særós Mist Hrannarsdóttir í eigin hönnun sem hún segir kvenlega og listræna.MYND/STEFÁN FREDERIKSSONÞess má geta að Særós var á dögunum kjörin sendiherra Monki í Danmörku af samstarfsfólki sínu sem þykir hún standa fyrir þau gildi sem Monki vill halda á lofti. Hún segir innblásturinn að hönnuninni geta komið úr öllum áttum. „Mér finnst svo gaman að taka eftir og kunna að meta litlu fallegu hlutina í hversdagsleikanum. Fallega lituð haustlauf, skrautlegur, persónulegur stíll fólks á götum Kaupmannahafnar, ávextir í öllum stærðum og gerðum. Stundum getur diskurinn með kvöldmatnum meira að segja verið spennandi fagurfræðilega séð. Ég reyni að vera dugleg að taka myndir af öllu því sem veitir mér innblástur, maður veit aldrei hvert það gæti leitt! Fyrir mér er mikilvægt að flíkurnar séu vel gerðar og klæðilegar en á sama tíma að þær miðli vissri listrænni túlkun, eða stemmingu. Litir og spennandi smáatriði eru líka mikilvægir þættir.“Silfursamfestingur á mánudegi Særós segir að hönnun hennar henti stelpum og konum sem þora að bera kvenlegar og einstakar flíkur. „Ég hanna fyrir konur og stelpur sem vilja tjá persónuleika sinn með litríkum, skemmtilegum en jafnframt listrænum og fáguðum fatnaði, sem sækjast eftir einstökum flíkum sem eru handgerðar af mikilli gleði og ástríðu, sem hafa gaman af því að klæða sig eftir eigin stíl og styrkja litlu listaspírurnar í leiðinni.“ Sjálf er hún svo hrifnust af hönnuðum sem þora að ögra formi og nota mikið af litum. „Nicholas Nybro, Anne Sophie Cochevelou, L.O.M Fashion og Molly Goddard. Allt eru þetta hönnuðir sem túlka flíkurnar á mjög listrænan hátt, en á sama tíma er svo mikil gleði og kraftur í hönnuninni.” Hún lýsir eigin stíl á þennan hátt: „Eitt af mínum mikilvægustu gildum í lífinu og hversdagsleikanum er að hafa gaman – það gerir allt svo miklu auðveldara og skemmtilegra. Þó svo það sé mánudagur, þá ætti það ekki að hindra neinn í að hoppa í silfursamfesting og setja glimmer á augnlokin, og það besta er að fólk í kringum mann hefur ennþá meira gaman af því! Gamanið smitar frá sér.“Rómantík, kvenleiki, fallegir litir og áhersla á bakið og herðarnar er meðal þess sem einkennir hönnun Pale Mist.Draumurinn um Pale Mist Særós er með mörg járn í eldinum. „Já, ég er hægt og rólega að skapa mér nafn sem Pale Mist. Ég opnaði nýlega bloggsíðu þar sem ég greini frá þeim skapandi verkefnum sem ég er að vinna í, auk þess að deila ýmsum pælingum um stíl, tísku og tilveruna almennt. Nýlega hannaði ég línu í samvinnu við vintage-merkið Rad Susie Clothing, sem er jafnframt fyrsta línan sem ég hef framleitt og sett í sölu. Línan var í takmörkuðu upplagi en það er ennþá svolítið eftir á radsusie.com,“ segir hún og bætir við að hún taki einnig að sér að hanna og sauma brúðarkjóla. „Síðasta hálfa árið hef ég svo látið mig dreyma um að sauma takmarkað upplag af útvöldum flíkum úr Collection Ladies og selja á vefverslun tengdri blogginu, ásamt því að blogga um allt það ferli. Það væri frábær lærdómur og stórt fyrsta skref í að láta drauminn um eigið merki rætast. Mín helsta áskorun er að taka ekki að mér of mikið í einu – því ég vil líka geta notið þess að vera í þessu frábæra námi og tileinkað mér nýja kunnáttu! Það er bara svo erfitt, þegar þetta er allt svo spennandi og gefandi og maður á erfitt með að segja nei!“ Framtíðin er björt hjá Særós og verkefnin fjölbreytt. „Ég hlakka til að vera í skólanum næstu ár og stefni á skiptinám í Tókýó. Japanir eru framarlega bæði í viðskiptum og tísku, svo það væri fullkominn staður fyrir mig. Fram undan eru svo tveir brúðarkjólar fyrir næsta sumar og að vera opin fyrir þeim tækifærum sem verða á vegi mínum!“ Hægt er að fylgjast með ævintýrum Særósar á palemisty.wordpress.com, @pale.mist á Instagram og Pale Misty á Facebook.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira