Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er búinn að finna sér nýtt félag en hann hefur samið við Excelsior í Rotterdam í Hollandi. Samningurinn gildir í eitt ár.
Ögmundur er 28 ára og var síðast á mála hjá Hammarby í Svíþjóð. Hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu þar í sumar og fer frítt frá félaginu nú.
Hann fékk frí frá landsliðsverkefni Íslands nú til að einbeita sér að því að ganga frá sínum samningsmálum en Ögmundur hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu árin.
Excelsior er í ellefta sæti hollensku deildarinnar með fjögur stig eftir þrjár umferðir.
Eins árs samningur Ögmundar í Hollandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn


„Við vorum mjög sigurvissar“
Körfubolti


Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Íslenski boltinn

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Real Madríd í vænlegri stöðu
Fótbolti