Borgarstjórnin myndi gjörbreytast Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að meirihlutinn í borgarstjórn sé fallinn. Tveir nýir flokkar koma inn í borgarstjórn en tveir fara út. Vísir/Ernir Flokkur fólksins og Viðreisn kæmu ný inn í borgarstjórn ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að þessa dagana sé verið að vinna í innra starfi flokksins í Reykjavík og á Suðvesturlandi. „Við byrjum þar og ætlum að strúktúra hann alls staðar. En við byrjum á byrjuninni af því að það er svolítið í kosningarnar og fyrsta skrefið hjá okkur var að taka ákvörðun yfirhöfuð um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum,“ segir Inga.Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex borgarfulltrúa kjörna, VG fengi þrjá borgarfulltrúa kjörna, Samfylkingin og Píratar fengju tvo fulltrúa hvor og Flokkur fólksins og Viðreisn fengju einn fulltrúa hvor. Bæði Framsóknarflokkurinn og Björt framtíð hafa átt tvo fulltrúa hvor flokkur frá síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi hvorugur flokkurinn fá fulltrúa. Þessi fyrrnefnda skipting miðast við það að borgarfulltrúar yrðu áfram fimmtán, eins og þeir hafa verið undanfarin ár. Hins vegar undirbýr forsætisnefnd borgarstjórnar að fjölga borgarfulltrúum í 23. Á þessu stigi liggur þó ekkert fyrir um það hvort þeir verði 15 eða 23 í næstu kosningum. Verði borgarfulltrúarnir 23 þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá 9 fulltrúa kjörna, VG fær fimm, Samfylkingin og Píratar fá þrjá fulltrúa hvor, Flokkur fólksins 2 og Viðreisn einn.Eiríkur Bergmann.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir helstu tíðindin í könnuninni þau að meirihlutinn sé fallinn eða við það að falla. Hann segir að það afhroð sem Samfylkingin hefur goldið á landsvísu endurspeglist að drjúgum hluta í þessari könnun. „Samfylkingin er að tapa þessari sterku stöðu sinni í borginni sem hún hefur haft að undanförnu og líkt og í landsmálunum er VG að taka verulega fram úr þeim. Þetta breytir algjörlega valdahlutfallinu í meirihlutanum, haldi hann velli. Samkvæmt þessu og því prinsippi sem þessi meirihluti byggði á, að stærsti flokkurinn í meirihlutanum fengi borgarstjórastólinn, ætti hann að flytjast yfir til vinstri grænna,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann segir sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins í könnuninni vera stórmerkilega, í ljósi þess að algjör óvissa ríki um það hver á að leiða flokkinn. „Núverandi forystumaður er að fara, leiðtogaprófkjör hefur verið ákveðið og engar línur ljósar um það hver það verður,“ segir Eiríkur Bergmann.Páll MagnússonFáir taka afstöðu en Páll oftast nefndur Páll Magnússon alþingismaður var oftast nefndur þegar spurt var hverja menn vildu sjá sem næsta oddvita Sjálfstæðismanna. Rétt rúm 22 prósent nefndu Pál, 8,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu Svanhildi Hólm Valsdóttur, 6,2 prósent nefndu Áslaugu Friðriksdóttur, 4,5 prósent nefndu Kjartan Magnússon og 4,1 prósent Borgar Þór Einarsson. Þá nefndu 0,8 prósent Eyþór Arnalds. Hins vegar nefndu 54 prósent einhvern annan. Flest þeirra vildu Bjarna Benediktsson og Davíð Oddsson var líka oft nefndur. Afar fáir, eða rétt rúmlega fimmtán prósent þeirra sem spurðir voru „Hver finnst þér að eigi að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018?“ tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að tveir aðstoðarmenn ráðherra væru orðaðir við framboð í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum; þau Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir. Þá væru Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi líka að íhuga framboð, sem og Eyþór Arnalds. Síðar var Páll Magnússon nefndur sem mögulegur frambjóðandi. Aðferðafræði könnunarinnar Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokkurinn fengi þriðjung atkvæða í kosningum til borgarstjórnar. Er næstum tvöfalt stærri en næstærsti flokkurinn. Núverandi oddviti segir fylgið á mikilli hreyfingu. Fjölmargir hafa ekki tekið afstöðu til flokka. 30. ágúst 2017 02:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Flokkur fólksins og Viðreisn kæmu ný inn í borgarstjórn ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að þessa dagana sé verið að vinna í innra starfi flokksins í Reykjavík og á Suðvesturlandi. „Við byrjum þar og ætlum að strúktúra hann alls staðar. En við byrjum á byrjuninni af því að það er svolítið í kosningarnar og fyrsta skrefið hjá okkur var að taka ákvörðun yfirhöfuð um að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum,“ segir Inga.Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex borgarfulltrúa kjörna, VG fengi þrjá borgarfulltrúa kjörna, Samfylkingin og Píratar fengju tvo fulltrúa hvor og Flokkur fólksins og Viðreisn fengju einn fulltrúa hvor. Bæði Framsóknarflokkurinn og Björt framtíð hafa átt tvo fulltrúa hvor flokkur frá síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndi hvorugur flokkurinn fá fulltrúa. Þessi fyrrnefnda skipting miðast við það að borgarfulltrúar yrðu áfram fimmtán, eins og þeir hafa verið undanfarin ár. Hins vegar undirbýr forsætisnefnd borgarstjórnar að fjölga borgarfulltrúum í 23. Á þessu stigi liggur þó ekkert fyrir um það hvort þeir verði 15 eða 23 í næstu kosningum. Verði borgarfulltrúarnir 23 þá mun Sjálfstæðisflokkurinn fá 9 fulltrúa kjörna, VG fær fimm, Samfylkingin og Píratar fá þrjá fulltrúa hvor, Flokkur fólksins 2 og Viðreisn einn.Eiríkur Bergmann.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir helstu tíðindin í könnuninni þau að meirihlutinn sé fallinn eða við það að falla. Hann segir að það afhroð sem Samfylkingin hefur goldið á landsvísu endurspeglist að drjúgum hluta í þessari könnun. „Samfylkingin er að tapa þessari sterku stöðu sinni í borginni sem hún hefur haft að undanförnu og líkt og í landsmálunum er VG að taka verulega fram úr þeim. Þetta breytir algjörlega valdahlutfallinu í meirihlutanum, haldi hann velli. Samkvæmt þessu og því prinsippi sem þessi meirihluti byggði á, að stærsti flokkurinn í meirihlutanum fengi borgarstjórastólinn, ætti hann að flytjast yfir til vinstri grænna,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann segir sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins í könnuninni vera stórmerkilega, í ljósi þess að algjör óvissa ríki um það hver á að leiða flokkinn. „Núverandi forystumaður er að fara, leiðtogaprófkjör hefur verið ákveðið og engar línur ljósar um það hver það verður,“ segir Eiríkur Bergmann.Páll MagnússonFáir taka afstöðu en Páll oftast nefndur Páll Magnússon alþingismaður var oftast nefndur þegar spurt var hverja menn vildu sjá sem næsta oddvita Sjálfstæðismanna. Rétt rúm 22 prósent nefndu Pál, 8,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu Svanhildi Hólm Valsdóttur, 6,2 prósent nefndu Áslaugu Friðriksdóttur, 4,5 prósent nefndu Kjartan Magnússon og 4,1 prósent Borgar Þór Einarsson. Þá nefndu 0,8 prósent Eyþór Arnalds. Hins vegar nefndu 54 prósent einhvern annan. Flest þeirra vildu Bjarna Benediktsson og Davíð Oddsson var líka oft nefndur. Afar fáir, eða rétt rúmlega fimmtán prósent þeirra sem spurðir voru „Hver finnst þér að eigi að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018?“ tóku afstöðu til spurningarinnar. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að tveir aðstoðarmenn ráðherra væru orðaðir við framboð í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum; þau Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir. Þá væru Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi líka að íhuga framboð, sem og Eyþór Arnalds. Síðar var Páll Magnússon nefndur sem mögulegur frambjóðandi. Aðferðafræði könnunarinnar Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokkurinn fengi þriðjung atkvæða í kosningum til borgarstjórnar. Er næstum tvöfalt stærri en næstærsti flokkurinn. Núverandi oddviti segir fylgið á mikilli hreyfingu. Fjölmargir hafa ekki tekið afstöðu til flokka. 30. ágúst 2017 02:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokkurinn fengi þriðjung atkvæða í kosningum til borgarstjórnar. Er næstum tvöfalt stærri en næstærsti flokkurinn. Núverandi oddviti segir fylgið á mikilli hreyfingu. Fjölmargir hafa ekki tekið afstöðu til flokka. 30. ágúst 2017 02:00