Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þjóðernisöfgamaður ók bíl sínum á mótmælendur í Charlottesville - Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ofbeldisverkunum.

Fjallað verður um atburði síðustu sólarhringa í Charlottesville í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir sögu hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum eiga sér djúpar rætur og langa sögu. Þeim hafi aftur á móti verið haldið niðri í áratugi en nú sé ólgan að koma upp á yfirborðið.

Við kynnum okkur síðan rannsókn á uppruna nóróveirunnar sem sýkti hóp skáta á dögunum og greinum frá dularfullu hvarfi sænsku blaðakonunnar Kim Wall en ekkert hefur spurst til hennar síðan kafbátur sem hún var í sökk í Eyrarsundi í Danmörku.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×