Rúmenar mótmæla enn þrátt fyrir afturköllun umdeildrar tilskipunar atli ísleifsson skrifar 6. febrúar 2017 10:12 Mótmælin hafa nú staðið síðan á þriðjudag og eru þau mestu í landinu frá falli kommúnistastjórnarinnar árið 1989. Vísir/AFP Í kringum hálf milljón manna komu saman á götum rúmenskra bæja og borga í gærkvöldi til að mótmæla stjórnvöldum, þrátt fyrir að umdeild tilskipun sem myndi forða fjölda stjórnmálamanna frá ákæru um spillingarbrot hafi verið afturkölluð. Vinstristjórn landsins afturkallaði tilskipunina á neyðarfundi í gær. Rúmenía er samkvæmt flestum mælikvörðum það aðildarríki Evrópusambandsins þar sem spilling er hvað mest, en framkvæmdastjórn sambandsins hefur fylgst grannt með gangi mála.BBC segir frá því að rúmenskur almenningur virðist hafa fengið sig fullsaddan og hefur stjórnin nú kynnt breytta tilskipun sem til stendur að leggja fyrir þingið. Margir hafa krafist þess að forsætisráðherrann Sorin Grindeanu segi af sér. Mótmælin hafa nú staðið síðan á þriðjudag og eru þau mestu í landinu frá falli kommúnistastjórnarinnar árið 1989. Samkvæmt upphaflegu tilskipuninni hefði ekki verið hægt að ákæra embættis- og stjórnmálamenn fyrir spillingarbrot þar sem upphæðir næmu innan við 44 þúsund evrur, um 5,4 milljónir króna. Hafa mótmælendur og andstæðingar stjórnarinnar litið á tilskipunina sem tilraun stjórnarinnar til að forða ýmsum stjórnarliðum frá ákæru. Einn þeirra sem hefði sloppið við ákæru hefði verið Liviu Dragnea, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins sem leiðir ríkisstjórn landsins. Hann er sakaður um að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum fyrir um 24 þúsund evrur, um þrjár milljónir króna. Stjórnlagadómstóll mun síðar í vikunni skera úr um hvort að upphaflega tilskipunin hefði staðist stjórnarskrá landsins. Tengdar fréttir Mikill fjöldi Rúmena komu saman til að mótmæla landlægri spillingu Tæplega 300 þúsund Rúmenar komu saman í Búkarest og víðar í kvöld til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda að lækka hámarksrefsingu fyrir spillingarbrot. 1. febrúar 2017 23:30 Grindeanu nýr forsætisráðherra Rúmeníu Ný samsteypustjórn, undir forsæti Jafnaðarmannaflokksins PSD, hefur tekið við völdum í Rúmeníu. 5. janúar 2017 08:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Í kringum hálf milljón manna komu saman á götum rúmenskra bæja og borga í gærkvöldi til að mótmæla stjórnvöldum, þrátt fyrir að umdeild tilskipun sem myndi forða fjölda stjórnmálamanna frá ákæru um spillingarbrot hafi verið afturkölluð. Vinstristjórn landsins afturkallaði tilskipunina á neyðarfundi í gær. Rúmenía er samkvæmt flestum mælikvörðum það aðildarríki Evrópusambandsins þar sem spilling er hvað mest, en framkvæmdastjórn sambandsins hefur fylgst grannt með gangi mála.BBC segir frá því að rúmenskur almenningur virðist hafa fengið sig fullsaddan og hefur stjórnin nú kynnt breytta tilskipun sem til stendur að leggja fyrir þingið. Margir hafa krafist þess að forsætisráðherrann Sorin Grindeanu segi af sér. Mótmælin hafa nú staðið síðan á þriðjudag og eru þau mestu í landinu frá falli kommúnistastjórnarinnar árið 1989. Samkvæmt upphaflegu tilskipuninni hefði ekki verið hægt að ákæra embættis- og stjórnmálamenn fyrir spillingarbrot þar sem upphæðir næmu innan við 44 þúsund evrur, um 5,4 milljónir króna. Hafa mótmælendur og andstæðingar stjórnarinnar litið á tilskipunina sem tilraun stjórnarinnar til að forða ýmsum stjórnarliðum frá ákæru. Einn þeirra sem hefði sloppið við ákæru hefði verið Liviu Dragnea, leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins sem leiðir ríkisstjórn landsins. Hann er sakaður um að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum fyrir um 24 þúsund evrur, um þrjár milljónir króna. Stjórnlagadómstóll mun síðar í vikunni skera úr um hvort að upphaflega tilskipunin hefði staðist stjórnarskrá landsins.
Tengdar fréttir Mikill fjöldi Rúmena komu saman til að mótmæla landlægri spillingu Tæplega 300 þúsund Rúmenar komu saman í Búkarest og víðar í kvöld til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda að lækka hámarksrefsingu fyrir spillingarbrot. 1. febrúar 2017 23:30 Grindeanu nýr forsætisráðherra Rúmeníu Ný samsteypustjórn, undir forsæti Jafnaðarmannaflokksins PSD, hefur tekið við völdum í Rúmeníu. 5. janúar 2017 08:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mikill fjöldi Rúmena komu saman til að mótmæla landlægri spillingu Tæplega 300 þúsund Rúmenar komu saman í Búkarest og víðar í kvöld til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda að lækka hámarksrefsingu fyrir spillingarbrot. 1. febrúar 2017 23:30
Grindeanu nýr forsætisráðherra Rúmeníu Ný samsteypustjórn, undir forsæti Jafnaðarmannaflokksins PSD, hefur tekið við völdum í Rúmeníu. 5. janúar 2017 08:18