Bayern München er komið með sjö stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar.
Bayern vann 0-2 sigur á Ingolstadt á sama tíma og RB Leipzig tapaði 0-3 fyrir Hamburg á heimavelli.
Sigur Bayern var tæpur en liðið braut ekki ísinn fyrr en á lokamínútu leiksins. Þar var að verki Arturo Vidal. Mínútu síðar gulltrygði Arjen Robben sigur meistarana.
Borussia Dortmund tapaði óvænt fyrir botnliði Darmstadt á útivelli. Dortmund er í 4. sæti deildarinnar.
Aron Jóhannsson lék síðustu 10 mínúturnar þegar Werder Bremen tapaði 0-1 fyrir Borussia Mönchengladbach.
Úrslit dagsins:
Ingolstadt 0-2 Bayern München
RB Leipzig 0-3 Hamburg
Darmstadt 2-1 Dortmund
Werder Bremen 0-1 Gladbach
Leverkusen 3-0 Frankfurt
Bayern komið með sjö stiga forskot
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
