Innlent

Laug til um hópslagsmál til að fá far með lögreglunni

Lögreglan var send að Melatorgi í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hópslagsmál.
Lögreglan var send að Melatorgi í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hópslagsmál. Vísir/Daníel
Lögreglunni barst tilkynning um 8 einstaklinga í hópslagsmálum við Melatorg á öðrum tímanum í nótt.

Þgar lögregla mætti á staðinn var ekkert að sjá nema einn aðila áberandi ölvaðan á miðri umferðareyju með hendi á lofti og síma í hinni. Í viðræðum við lögreglu óskaði hann eftir fari heim, var hann spurður hvort hann hafði nokkru áður hringt inn og tilkynnt um slagsmál, hann þvertók fyrir það.

Við nánari skoðun hafði hann hringt inn gabb til að fá lögreglu til sín í þeim hugleiðingum að fá akstur heim. Var honum tilkynnt að lögregla liti alvarlegum augum á er fólk væri að tilkynna gabb og hann yrði kærður fyrir athæfið.

Þá eru vopnaðir menn sagðir hafa reynt að brjótast inn íbúð að Snælandi. Þeir létu sig hins vegar hverfa áður en lögregla mætti á staðinn og hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit. Málið er nú til rannsóknar að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×