Innlent

Friðarverðlaunahafi Nóbels á alþjóðlegri ráðstefnu Höfða friðarseturs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir sýnir beint frá alþjóðlegri ráðstefnu Höfða friðarseturs sem hefst í klukkan 10:30 í dag í Veröld – húsi Vigdísar og stendur til klukkan 17.

Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina The Imagine Forum: Looking Over the Horizon, er hluti af friðardögum Reykjavíkurborgar og er helguð ungu fólki, friði og öryggi. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni eru Tawakkol Karman frá Jemen, friðarverðlaunahafi Nóbels árið 2011, og Unni Krishnan Karanukara, fyrrverandi forstjóri samtakanna Læknar án landamæra.

Með ráðstefnunni vill Höfði friðarsetur beina sjónum að framlagi ungs fólks til friðar. Markmiðið er að leiða saman ólíkar kynslóðir til þess að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til þess að takast á við þær. Þá er tilgangurinn jafnframt að veita ungu fólki vettvang til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á þá sem móta stefnu í friðar-og öryggismálum hér á landi.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér og fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Uppfært: Útsendingunni er lokið en upptöku af fundinum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×