„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 12:44 Bjarni Benediktsson þegar hann gekk til þingflokksfundar í Valhöll í morgun. Vísir/Vilhelm „Það hefur oft verið sótt að Bjarna, og mjög harkalega, en Bjarni hefur staðið af sér allar þessar lotu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hann var spurður hvort hann ætti von á breytingum í forystu flokkanna á þingi ef gengið yrði til kosninga. Baldur sagðist ekki eiga von á því í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum, en sagði Bjarna þó hingað til hafa staðið margt af sér.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls. Menn hafa oft talið Bjarna af en ættu ekki að gera það í dag,“ sagði Baldur. Rætt var við Baldur vegna þeirrar stöðu sem er upp komin í stjórnmálum á Íslandi eftir að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Flestir flokkanna á þingi hafa kallað eftir kosningum, en ekki er vitað hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill á meðan Píratar vilja hinkra og sjá hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmBenedikt ekki algjörlega afdráttarlaus Baldur sagði ljóst að boltinn sé hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Spurningin sé hvað hann velji, að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eða boða til kosninga. Baldur sagði nokkuð erfitt fyrir Bjarna að mynda ríkisstjórn, sérstaklega í ljósi þess að þingflokkur Viðreisnar hefur talað um að best sé að kjósa á ný sem fyrst. „Benedikt (Jóhannesson formaður Viðreisnar) hefur ekki verið algjörlega afdráttarlaus, en það er talað um að best sé að kjósa. Það er kannski einhver glufa þarna, til dæmi að Framsóknarflokkurinn komi inn í þessa stjórn, eða styðji minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Líklega yrði það líklegasta val Bjarna en við þurfum að athuga að það er langt á milli Viðreisnar og Framsóknarflokksins. Það þarf að brúa þar heilmikið bil,“ sagði Baldur en við stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra útilokað Viðreisn að vinna með Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðarFrá þingflokksfundi Pírata í morgun.Vísir/AntonBaldur sagði Bjarna síðan geta farið á Bessastaði og óskað lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hefð er fyrir því á Íslandi að forsetinn verði við slíkri bón og þá gætu kosningar til Alþingis farið fram í lok október eða byrjun nóvember, fari svo.Pírtar óttast mögulega fylgistap Spurður út í afstöðu Pírata að vilja hinkra og sjá til hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn, sagði Baldur að þetta hefði verið afstaða Pírata við stjórnarmyndunarviðræðurnar, að þeir gætu myndað stjórn en að það vantaði upp á samningsvilja hjá einstaka flokkum. Píratar unnu stóran kosningasigur í síðustu kosningum og sagði Baldur að þeir gætu óttast að missa fylgi. „Og kannski ekki sjálfgefið að þeir haldi sterkri stöðu eftir kosningar.“Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 að ekki væri mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga, og því annað hljóð komið í Pírata en í morgun þegar þeir vildu freista þess að mynda ríkisstjórn. Baldur sagði augljóst að það verður erfitt að mynda ríkisstjórn og líklega yrði það erfitt jafnvel eftir aðrar kosningar. Það gætu hins vegar komið skýrari línur til hægri eða vinstri og svo sé ekkert sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn komi illa út úr kosningum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það hefur oft verið sótt að Bjarna, og mjög harkalega, en Bjarni hefur staðið af sér allar þessar lotu,“ sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hann var spurður hvort hann ætti von á breytingum í forystu flokkanna á þingi ef gengið yrði til kosninga. Baldur sagðist ekki eiga von á því í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum, en sagði Bjarna þó hingað til hafa staðið margt af sér.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Kristinn Ingvarsson„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls. Menn hafa oft talið Bjarna af en ættu ekki að gera það í dag,“ sagði Baldur. Rætt var við Baldur vegna þeirrar stöðu sem er upp komin í stjórnmálum á Íslandi eftir að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Flestir flokkanna á þingi hafa kallað eftir kosningum, en ekki er vitað hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill á meðan Píratar vilja hinkra og sjá hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmBenedikt ekki algjörlega afdráttarlaus Baldur sagði ljóst að boltinn sé hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Spurningin sé hvað hann velji, að reyna að mynda nýja ríkisstjórn eða boða til kosninga. Baldur sagði nokkuð erfitt fyrir Bjarna að mynda ríkisstjórn, sérstaklega í ljósi þess að þingflokkur Viðreisnar hefur talað um að best sé að kjósa á ný sem fyrst. „Benedikt (Jóhannesson formaður Viðreisnar) hefur ekki verið algjörlega afdráttarlaus, en það er talað um að best sé að kjósa. Það er kannski einhver glufa þarna, til dæmi að Framsóknarflokkurinn komi inn í þessa stjórn, eða styðji minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar. Líklega yrði það líklegasta val Bjarna en við þurfum að athuga að það er langt á milli Viðreisnar og Framsóknarflokksins. Það þarf að brúa þar heilmikið bil,“ sagði Baldur en við stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra útilokað Viðreisn að vinna með Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðarFrá þingflokksfundi Pírata í morgun.Vísir/AntonBaldur sagði Bjarna síðan geta farið á Bessastaði og óskað lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hefð er fyrir því á Íslandi að forsetinn verði við slíkri bón og þá gætu kosningar til Alþingis farið fram í lok október eða byrjun nóvember, fari svo.Pírtar óttast mögulega fylgistap Spurður út í afstöðu Pírata að vilja hinkra og sjá til hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn, sagði Baldur að þetta hefði verið afstaða Pírata við stjórnarmyndunarviðræðurnar, að þeir gætu myndað stjórn en að það vantaði upp á samningsvilja hjá einstaka flokkum. Píratar unnu stóran kosningasigur í síðustu kosningum og sagði Baldur að þeir gætu óttast að missa fylgi. „Og kannski ekki sjálfgefið að þeir haldi sterkri stöðu eftir kosningar.“Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 að ekki væri mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga, og því annað hljóð komið í Pírata en í morgun þegar þeir vildu freista þess að mynda ríkisstjórn. Baldur sagði augljóst að það verður erfitt að mynda ríkisstjórn og líklega yrði það erfitt jafnvel eftir aðrar kosningar. Það gætu hins vegar komið skýrari línur til hægri eða vinstri og svo sé ekkert sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn komi illa út úr kosningum. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. 15. september 2017 12:41
Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16