Munu mæta tilraunum til einkavæðingar Keflavíkurflugvallar af fullum þunga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. maí 2017 19:00 Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi. Frá 2013 hefur Isavia fjárfest í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar fyrir 45 milljarða króna með lánum án ríkisábyrgðar sem hafa verið veðtryggð með rekstrartekjum flugvallarins. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við um þingsályktun um fjármálaáætlun 2018-2022 sem birtist á föstudag segir: „Meirihlutinn telur (...) tímabært að opna umræðu um að ríkið leiti leiða til að umbreyta því fjármagni sem bundið er í mannvirkjum í flugstöðinni í Keflavík og nota það til átaks í endurbótum samgöngumannvirkja.“ Þetta þýðir, meirihlutinn telur tímabært að opna umræðu um sölu Keflavíkurflugvallar. Auk þessa álits hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórninni talað með jákvæðum hætti um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að uppbygging flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar sagði til dæmis eftirfarandi á Alþingi 27. mars í umræðu um einkavæðingu Keflavíkurflugvallar „Það er mín skoðun og er áfram mín skoðun, að mjög kalli á mikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tugi milljarða. Mér finnst því alveg spurning hvort sú uppbygging eigi að vera að öllu leyti á hendi ríkisins, það eru þá skattpeningar sem eru nýttir í það, eða hvort einhvers konar þolinmótt fjármagn megi komast þar að, eins og mér finnst líka allt í lagi í stórum vegaframkvæmdum, það er líka mín skoðun.“ Jón Gunnarsson var spurður í fréttum okkar 27. apríl hvort hann væri hlynntur einkavæðingu Keflavíkurflugvallar og sagði þá eftirfarandi: „Mér finnst það vera mjög sterkt sjónarmið, að það sé þess virði að skoða það, hvort það sé ástæða fyrir íslenska ríkið og íslenska þjóð að hafa bundna hér alla þá tugi milljarða sem hér liggja í fjárfestingum með þeim áhættum sem því fylgir að vera með fjárfestingar og lántökur í tengslum við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til að einkavæða Keflavíkurflugvöll verði mætt af þunga á Alþingi. „Standi til að fara í masterplan Isavia og byggja upp fyrir jafnvel 100 milljarða króna til viðbótar þá er það umræða sem þarf að taka hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að bera ábyrgð á slíkri uppbyggingu en að velta því fyrir sér á þessu stigi á meðan við höfum haft verulega fjármuni af þessari uppbyggingu, þjóðin, þá finnst okkur það mjög sérstakt að það eigi að fara a einkavæða þessa starfsemi núna,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira