Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður greint frá brotum Fangelsismálastofnunar á persónuverndarlöggjöfinni og rætt við fangelsismálastjóra. Þá verður umfjöllun um geðheilbrigði ungmenna en því hefur hrakað mikið á síðustu árum. Sérfræðingur hjá embætti landlæknis nefnir lítinn svefn og notkun samfélagsmiðla sem áhrifaþætti. Þá verður fjallað um umdeilda borgarlínu höfuðborgarsvæðisins og rætt við umhverfisverkfræðing sem telur að endurskoða eigi áform um notkun léttlesta í borgarlínunni. Við munum einnig fjalla um samdrátt í ferðaþjónustu og ræða við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aðgerðir til að mæta vanda sem er uppi í sauðfjárrækt vegna offramleiðslu á kindakjöti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×