Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag, þegar brælan hafði loksins vikið fyrir blíðviðri um land allt. Strax í morgun taldi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar yfir þrjúhundruð strandveiðibáta á sjó.

Í fréttum Stöðvar tvö fjöllum við um strandveiðarnar og verðum í beinni útsendingu frá Arnarstapa. Við fjöllum líka um fyrirhugaða sameiningu Tækniskólans og Ármúlaskóla sem þingmenn brugðust ókvæða við í dag og um augnstýribúnað sem Klettaskóli hefur innleitt og gerir nemendum sem ekki geta talað kleift að tjá sig.

Loks ræðum við við nóbelsverðlaunahafann Sir Paul Nurse og kynnum okkur ráðgátuna sem þessi virti erfðafræðingur fékk í arf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×