Undirbúa nýja áætlun í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 16:45 Bandarískir hermenn hafa tekið mikinn þátt í þjálfun afganskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum. Mið-Austurlönd Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira