Innlent

KEA vísar „órökstuddum og óskiljanlegum ávirðingum“ um blekkingu á bug

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fjárfestingafélagið KEA segir það ekki rétt að Akureyrarbær hafi verið blekktur þegar KEA keyptu 15,2 prósenta hlut í Tækifæri af bænum fyrir samtals 116 milljónir.
Fjárfestingafélagið KEA segir það ekki rétt að Akureyrarbær hafi verið blekktur þegar KEA keyptu 15,2 prósenta hlut í Tækifæri af bænum fyrir samtals 116 milljónir.
Fjárfestingafélagið KEA segir það ekki rétt að Akureyrarbær hafi verið blekktur þegar KEA keypti 15,2 prósenta hlut í Tækifæri af bænum fyrir samtals 116 milljónir.

Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að nokkrum mánuðum eftir söluna var upplýst um að Tækifæri hefði hagnast um 555 milljónir á árinu 2016. KEA keypti upp hluti sveitarfélaga í upphafi árs 2016 rétt undir nafnverði í lokuðu ferli. Tólf sveitarfélög hafi svo fylgt Akureyrarbæ í blindni og seldu á sama verði og Akureyrabær.

„Í frétt Fréttablaðsins í dag eru birtar ávirðingar um að KEA hafði blekkt Akureyrarkaupstað í viðskiptum í janúar 2016 með um 15% eignarhlut í nýsköpunarsjóðnum Tækifæri hf. á grundvelli þess að KEA hafi haft aðrar og betri upplýsingar um hið keypta. Slíkum órökstuddum og óskiljanlegum ávirðingum er með öllu vísað á bug,“ segir í tilkynningu frá KEA.

„Á þessum tíma sátu bæði starfmaður KEA og Akureyrarkaupstaðar í stjórn Tækifæris. Aðilar viðskiptanna sátu því algjörlega við sama borð hvað aðgengi að upplýsingum varðar.“

Þar segir einnig að allir aðrir hluthafar í Tækifæri hafi fengið upplýsingar um viðskiptin beint í framhaldi þeirra þar sem forkauparéttarákvæði séu í samþykktum félagsins.

„Því var eðli máls samkvæmt engin leynd um þessi viðskipti gagnvart öðrum hluthöfum.“

Ekki tókst að ná tali af Halldóri Jóhannssyni, forstjóra KEA og stjórnarformanni Tækifæris, við vinnslu fréttar Fréttablaðsins. 


Tengdar fréttir

Telur einsýnt að bæjarráðsmenn hafi verið blekktir

Rúmlega hálfs milljarða króna hagnaður Tækifæris á síðasta ári sýnir að bæjarráð hafi verið blekkt, segir fyrrum bæjarfulltrúi. Á þessu einu ári hefði hagnaður bæjarins slagað upp í 75 prósent af söluandvirðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×