Erlent

Forsætisráðherra og drottning Kanada hittust í Skotlandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Elísabet drottning og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Elísabet drottning og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Vísir/Getty
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hitti Elísabetu Bretadrottningu á heimili hennar í Skotlandi í dag, en Elísabet er opinber þjóðhöfðingi Kanada.

Fundi þeirra í Holyroodhouse höll var ætlað að „heiðra mikilvægi hennar í sögu Kanada og þakka henni fyrir hollustu hennar við Kanada,“ samkvæmt forsætirsáðuneyti Kanada.

Trudeau kemur á fund drottningar.Vísir/Getty
Í heimsókn sinni til Skotlands hlaut Trudeau einnig heiðursgráðu frá háskólanum í Edinborg og lagði hann áherslu á sterk tengsl Skotlands og Kanada.

„15 prósent Kanadabúa eiga rætur að rekja til Skotlands, svo Kanadabúar, ég þar á meðal, hafa sterk tengsl við Skota,“ sagði Trudeau, en afi hans í móðurætt var Skoti.

Trudeau heldur nú á G20 fund í Hamborg í Þýskalandi sem haldinn er á föstudag og laugardag.

Hér fyrir neðan má sjá myndir og myndbönd af fundi Trudeau og drottningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×