Ragnar Unnarsson leiðsögumaður sá fólkið og hafði samband við starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs. Lögreglan mætti í kjölfarið og kallaði til fólksins að það þyrfti að fara af ísnum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru sumir komnir langt út á ísinn.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan þarf að hafa afskipti af fólki sem fer út á ísinn. Björgunarsveitir hafa tekið upp á því að vakta Jökulsárlón svo að fólk fari ekki út á ísinn og einnig er skilti á staðnum þar sem þetta er brýnt fyrir fólki.

