Erlent

34 almennir borgarar létust í loftárásum Rússa

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Yfir 340 þúsund manns hafa fallið í stríðinu síðan átökin hófust fyrir sex árum.
Yfir 340 þúsund manns hafa fallið í stríðinu síðan átökin hófust fyrir sex árum. Vísir/AFP
Þrjátíu og fjórir almennir borgarar létust í loftárásum í dag sem Rússar gerðu á Deir Ezzor héraðið sem er að hluta til á valdi vígamanna Ríkis íslams. Fimmtán börn eru meðal látinna.

Samkvæmt upplýsingum frá bresku samtökunum „Syrian Observatory for Human Rights“ var árásin gerð snemma í morgun en Deir Ezzor er eitt af síðustu vígum hryðjuverkasamtakanna. Deir Ezzor er við landamæri Íraks og eru þar miklar olíulindir. Héraðið var alfarið á valdi samtakanna áður en nú ráða samtökin yfir um það bil níu prósent af því.

Rúss­ar eru nánir banda­menn Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta í stríðinu en þeir fóru að taka virkan þátt í því með hernaðaraðgerðum árið 2015. Rúmlega 340 þúsund manns hafa fallið í stríðinu síðan átökin hófust í mars árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×