Erlent

Gólfið hrundi undan djömmurum á Tenerife

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikil mildi þykir að ekki fór verr er gólfið hrundi.
Mikil mildi þykir að ekki fór verr er gólfið hrundi. Vísir/EPA
Tuttugu og tveir eru slasaðir eftir að gólf skemmtistaðar á spænsku eyjunni Tenerife gaf sig undan þunga fólksins sem þar dansaði. Nokkur fjöldi manna hrapaði niður í kjallara staðarins en mildi þykir að ekki hafi farið verr. BBC greinir frá.

Tilkynning barst um slysið um klukkan 2:30 aðfararnótt sunnudags. Skemmtistaðurinn er staðsettur í bænum Adeje í suðvesturhluta Tenerife, einnar af stærstu og vinsælustu eyjum Kanaríeyjaklasans, að því er fram kemur í frétt Guardian um slysið.

Tveir eru alvarlega slasaðir, níu teljast nokkuð slasaðir og ellefu hlutu minniháttar meiðsl. Þá eru hinir slösuðu af ýmsum þjóðernum en hópinn telja  m.a. Spánverjar, Frakkar, Bretar og Belgar.

Um var að ræða um fjögurra fermetra flöt sem gaf sig undan fólkinu á staðnum. Um tvo klukkutíma tók að rýma svæðið og koma hinum slösuðu, sem hlutu margir beinbrot, á sjúkrahús til aðhlynningar.

Slökkviliðið á Tenerife birti myndskeið af vettvangi á Facebook-síðu sinni í morgun sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×