Enski boltinn

Dyche hyggur ekki á hefndir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sean Dyche hefur náð frábærum árangri með Burnley á undanförnum árum.
Sean Dyche hefur náð frábærum árangri með Burnley á undanförnum árum. vísir/getty
Sean Dyche, stjóri Burnley, segir lið sitt ekki vera með hugann við síðustu viðureignir liðsins gegn Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Burnley tapaði báðum leikjunum gegn Arsenal á síðustu leiktíð með minnsta mun þar sem Skytturnar skoruðu sigurmark í uppbótartíma í báðum leikjunum og komu þau bæði eftir umdeildar ákvarðanir dómarans.

Dyche og hans menn hafa komið liða mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni og eru jafnir Arsenal að stigum í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið sem sigrar leikinn á Turf Moor í dag kemur sér upp í 4.sæti deildarinnar

„Ég er viss um að Arsene (Wenger) er sammála því að þarna féllu tvær stórar ákvarðanir á móti okkur. Leikurinn í dag snýst ekki um að hefna fyrir það heldur ætlum við að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera,“ segir Dyche.

„Okkur hefur gengið vel gegn stóru liðunum og í dag fáum við tækifæri til að reyna okkar á móti einu af allra bestu liðunum.“

Leikur Burnley og Arsenal hefst klukkan 14:00.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×