Enski boltinn

Gylfi og Jói Berg í eldlínunni - Burnley getur komist í Meistaradeildarsæti | Myndband

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag og má reikna fastlega með að Íslendingarnir tveir, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson komi við sögu í leikjum dagsins.

Fyrst á dagskrá er leikur Southampton og Everton klukkan 13:30 og vonast síðarnefnda liðið eftir því að að koma sér fjær fallsvæðinu en Gylfi og félagar hafa spilað afar illa það sem af er leiktíðar. Raunar hefur Southampton ekki gengið mikið betur enda hefur liðið aðeins einu stigi meira en Everton.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar fá verðugt verkefni í dag þar sem Arsenal kemur í heimsókn á Turf Moor klukkan 14:00. Liðin eru með jafnmörg stig í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar og mun liðið sem vinnur þennan leik tylla sér í 4.sæti deildarinnar.

Lokaleikur dagsins hefst klukkan 16:00 en hann er á milli nýliða Huddersfield og meistaraefnanna í Manchester City og verður spennandi að sjá nýliðana kljást við Man City sem virðist vera ósigrandi um þessar mundir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×