Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 08:15 Lítill drengur tekur mynd af gosmekkinum. Indónesísk yfirvöld hafa fyrirskipað að fólk haldi sig í tryggilegri fjarlægð frá eldfjallinu Agung. Vísir/afp Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. Mikil virkni er í eldfjallinu um þessar mundir. Breska dagblaðið Guardian greinir frá því að fjallið hafi gosið í gærkvöldi og þá mældust þrjú gos snemma á sunnudagsmorgun. Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugferðum vegna hættu á gosi og þá hefur svokölluð „rauð viðvörun“ tekið gildi. Viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Yfirvöld á Balí dreifa nú grímum á svæðum þar sem öskufalls gætir nú þegar, að því er fram kemur í frétt BBC.Mynd, sem tekin var að kvöldi til við eldfjallið Agung á Balí, sýnir rauðan gosmökkinn.Vísir/AFPEkki enn haft teljandi áhrif á ferðamannaparadís Gosmökkinn leggur í austurátt og yfir eyjuna Lombok en alþjóðaflugvellinum eyjunni hefur verið lokað vegna öskunnar. Gosið virðist ekki enn hafa áhrif á helstu ferðamannasvæði á Balí, heimaeyju Agung og vinsælan áfangastað ferðamanna, en svæðin standa enn opin að stærstum hluta. Yfirvöld hafa þó gert öllum í 7,5 kílómetra radíus frá eldfjallinu að yfirgefa svæðið hið snarasta. Um 140 þúsund manns var gert að flýja heimili sín í september síðastliðnum. Þá hafði eldvirkni í Agung aukist til muna en flestir sneru þó aftur til síns heima í lok mánaðarins. Síðan þá hafa einhverjar hreyfingar mælst í fjallinu, þó ekki eins miklar og nú. Eldfjallið Agung gaus síðast árið 1963. Yfir þúsund manns fórust í gosinu.Huge ash cloud over Mt Agung in Bali is stopping flights just as schoolies gets underway pic.twitter.com/UqE5dBUZfN— Michael Bachelard (@mbachelard) November 25, 2017
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira