Innlent

Miklar umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu: Tíu bíla árekstur í Kópavogi

atli ísleifsson skrifar
Snjó hefur verið mokað í allan dag.
Snjó hefur verið mokað í allan dag. vísir/vilhelm
Miklar umferðartafir eru nú víða á götum höfuðborgarsvæðisins þar sem mikill fjöldi fólks er að koma sér heim frá vinnu og skóla. Aðstæður er víða erfiðar vegna mikils snjós.

Kristófer Sæmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíu bíla árekstur hafi orðið í Gjánni í Kópavogi, til suðurs, nú síðdegis, sem hafi valdið miklum töfum.

„Það er nú búið að ganga frá því þannig að umferð á Kringlumýrarbraut er farin að mjakast aftur af stað. Sömuleiðis hefur umferðin því gengið hægt á Bústaðarvegi og fleiri götum vegna þessa,“ segir Kristófer sem kveðst ekki vita hvort hafi orðið slys á fólki.

„Sólin er lágt á lofti, það er skítur á götum, rúðupissið búið og allt í rugli,“ segir Kristófer um aðstæðurnar.

Þá segir hann að um miðjan dag í dag hafi orðið fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×