Ekki spurning um hvort heldur hvenær parísarhjól rís í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 10:45 Marta hefur nú augastað á Laugardalnum og segir hann vænlegustu staðsetninguna fyrir hjólið. Vísir Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Marta Jónsson skóhönnuður segir það ekki spurningu um hvort – heldur hvenær hjartalaga parísarhjól rísi í Reykjavík. Hún segir Laugardalinn, frekar en Örfirisey, vænlega staðsetningu fyrir hjólið sem hún áætlar að verði allt að 120 metrar á hæð og það eina hjartalaga í heiminum. DV greindi fyrst frá málinu en Marta, sem búsett er í London, ræddi fyrirætlanir sínar nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún áætlar að parísarhjólið verði um 100 til 120 metrar á hæð en til samanburðar er London Eye, eitt frægasta parísarhjól í heimi, um 135 metrar og Hallgrímskirkja rétt um 74 metrar. Marta segir hugmyndina að hjólinu hafa kviknað í samráði við nágranna sína sem eru arkítektar. „Það var nú þannig að ég hitti arkítekta hérna sem búa rétt hjá mér og við fórum að spjalla og þeir eru búnir að vera að vinna við svona, að gera svona augu hér út um víðan heim. Þá fór ég að hugsa um hvað það væri æðislegt að fá þetta til Reykjavíkur.“Laugardalurinn vænlegasta staðsetningin Reykvíkingum liggur þó líklega helst á að vita hvar í borginni Marta áætli að reisa hjólið. Hún segir nokkra staði hafa komið til greina. „Fyrst þegar ég byrjaði að hugsa þetta þá var Örfirisey uppáhalds staðurinn minn og það væri ofboðslega flott þar. En svo er ég búin að vera að keyra og skoða mikið og nú er Laugardalurinn alltaf að verða svona, hvað á ég að segja, nær mér. Ég er svona spenntari fyrir honum núna.“ Þannig að þetta er ekki spurning um hvort – heldur hvenær parísarhjól muni rísa í Reykjavík? „Já, já, ég held að það verði að koma hjól þarna á Íslandi. Þetta er líka skemmtilegt fyrir okkur á Íslandi að fá eitthvað svona, og við ætlum að byggja þetta mjög upp á, ég kalla þetta fjölskylduhjólið, því ég vil að þetta verði allt byggt upp á því að fjölskyldur geti gert eitthvað saman,“ segir Marta. Hún segir jafnframt að bygging parísarhjólsins muni taka um tvö ár. Þá segist hún vongóð um að Reykjavíkurborg sjá verkefninu fyrir lóð en að sögn Mörtu hefur borgaryfirvöldum nú borist fyrirspurn þess efnis.Nyrsta hjólið í heiminum og það eina í laginu eins og hjartaMarta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en ljóst er að hjólið verður dýrt í byggingu og uppsetningu. Hún segist þó staðráðin í því að parísarhjólið verði hjartalaga. „En ég vil endilega hafa það hjartalaga til að hafa svona kennileiti fyrir okkur á Íslandi. Þetta verður nyrsta hjólið í heiminum og eina hjartalaga hjólið í heiminum, við verðum að hafa einhverja sérstöðu. Erum við ekki alltaf svoleiðis?“ Marta gerir ráð fyrir því að aðgöngumiði í parísarhjólið í Reykjavík muni kosta það sama og aðgöngumiði í London Eye eða um 20-25 pund. Það gera um 2600-3300 íslenskar krónur á núverandi gengi. „Það verður rosalega gaman þarna,“ fullyrðir Marta að lokum.Viðtalið við Mörtu Jónsson má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira